Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Af Ijóðum bókarinnar tel ég mestan feng í svertingja-ljóðunum: kynngi þeirra snert- ir hjartað „einsog arnsúgur“ svo notað sé orðalag þýðandans í einu þeirra. Hér ber liæst dulúðug ljóð Sédar-Senghors: Svarta kona og Nótt í Sine ásamt broti úr upp- reistarljóði Jacques Roumains: Ibenholt. Senghor hefur verið lýst sem talsmanni sáttastefnunnar í frelsisbaráttu svertingja- þjóðanna, með samvöxt evrópskrar menn- ingar og afríkanskrar siðleifðar að megin- markmiði. I ljóðum sínum er hann boðberi friðsemdar og frjósemi: þar streymir blóð- ið hvergi nema í æðum. Ofannefnd lióð hans eru dásamlegar umfaðmandi lofgerðir um svertingjakonuna, þrungin heitri lífs- gleði; einkenni þeirra er voðfelld vermandi mýkt, óvenju fagrar og sterkar líkingar og frumræn móðurdýrkun, sem í senn beinist að hinni svörtu konu og náttúrunni, sjálfri Afríku, fóstru hins svarta kynstofns. í þýð- ingu Halldóru eru ljóð þessi mikil og sönn, svo áhrifaþyngri skáldskap mun torvelt að finna í gervöllum íslenzkum þýðingarbók- menntum: „Nakta kona, svarta kona! klædd lit þínum sem er líf ...“ „gasella sameinuð himninum, perlurnar eru stjörnur í nótt hörunds þíns.“ „I skugga lokka þinna leitar ótti minn ná- lægra sólna í augum þínum.“ (Svarta kona). „... hlustum á okkar dimma blóð, sem liamrar í æðunum, hlustum Á stóra slagæð Afríku. sem slær í þokunni yfir gleymdum þorpum.“ (Nótt í Sine). Ljóð J. Roumains eru í eðli sínu gerólík ljóðum Senghors, þótt tilfinning þess aS vera svartur myndi uppistöðuna í skáldskap beggja, svo sem tíðast mun um skáldskap svertingja. Ibenholt er stórfenglegur upp- reistaróður, þrunginn sársauka og stolti, niðurlægjandi minningum og ógnvekjandi fyrirheitum um hefnd og hreinsun. Athygl- isvert er að finna hér líkingu í ætt við heit- ingar Bólu-Hjálmars: „hnefi réttlætisins hefir sprengt hljóðhimnur himinsins" — sbr. Þjóðfundarsöng: „skal mitt hróp af heitum dreyra / himininn rjúfa ...“ Hjá Roumain er stríðsandinn ráðandi gagnstætt friðaranda Senghors. Þó hefðu andstæðurn- ar orðið enn skarpari, ef negraskáldið Aimé Césaire hefði hlotið heiðurssætið andspæn- is Senghor, því að í Ijóðum hans rís bylt- ingarandi svertingjaskáldanna hæst; von- andi lætur Halldóra ekki dragast úr hömlu að kynna þann frömuð súrrealismans ís- lenzkum lesendum. Ljóð þeirra fimm svertingjaskálda ann- arra, sem kynnt eru í bókinni, eru öll veiga- minni en framantalin; sameiginlegt ein- kenni þeirra kristallast í lokaorðum ljóðs- ins Mótrnæltu ofbeldinu eftir David Diop: „Rístu upp og hrópaðu: Nei!“ En hvar- vetna er handbragð þýðandans jafn óskeik- ult og listrænt: öll eru ljóðin upphafinn lestur. Ljóð eskimóa, sem kynnt eru í fyrsta hluta bókarinnar, einkennast af sjálfkvæmri póetískri innlifun, eðlislægum frumrænum skilningi á eðli Ijóðsköpunar og skarpri lífrænni náttúruathugun. Fyrsta atriðið lýs- ir sér ekki hvað sízt í þeim nánu tengslum, sem ljóðagerð eskimóa hefur haft við söng og dans, en þetta þrennt hefur löngum myndað órjúfanlega heild, eins og þjóð- fræðingurinn Knud Rasmussen greinir glöggt frá í bókinni „Snehyttens sange“. Annað atriðið kemur víða fram: 412
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.