Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 83
UMSAGNIR UM BÆKUR son and Sons í Edinborg ætli að gefa út íslenzkar fomsögur með enskum þýðingum. A vinstri blaðsíðu hverrar opnu verður ís- lenzkur texti, en ensk þýðing til hægri. Þetta verður vísindaleg útgáfa bæði að vöndun texta og skýringa. Að útgáfunni verður og er unnið af íslenzkum og enskum fræðimönnum sameiginlega. Þetta verður því einhver vandaðasta útgáfa íslenzkra fomrita, sem um getur til þessa. Um all- langt skeið hafa íslenzkar fomsögur notið vaxandi vinsælda erlendis. Er skemmst af því að segja, að árið 1956 kom Gunnlaugs- saga, Laxdæla, Egla og Njála út í Ráð- stjórnarríkjunum í 90 þús. eintökum, og mér er sagt, að upplagið hafi selzt upp á skömmum tíma. Grettissaga kom úr árið eftir 1957 á tékknesku í 9000 eintökum, einnig uppseld, árið 1955 kom Njáls saga út í Bandaríkjunum þýdd af C. F. Bayer- schmidt og L. M. llollander, gefin út af New York University Press, og í fyrra kom Eyrbyggja út þar í landi, og er þeirrar út- gáfu getið hér á öðrum stað. í sumar kom Njála út í þýðingu Magnúsar Magnússonar og Hermanns Pálssonar í ensku Penguin útgáfunni. Þetta eru helztu útgáfur ís- lenzkra fornrita, sem mér eru kunnar á síðustu árum. Ekki er ég svo vel að mér í tungumálum, að ég hafi getað glöggv- að mig á slafnesku þýðingunum. Hins vegar veit ég af allsárri reynslu, að ýms- ir erlendir fræðimenn hafa til þessa haft fráleitar hugmyndir og skoðanir á ís- lenzkum fornbókmenntum. Til skamms tfma þótti það dágóð latína að telja megin- þorra þeirra „gamal-norska“ forngripi, sem varðveitzt hefðu á Islandi af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Nú eru flestir fallnir frá þessari villu og viðurkenna rétt þjóðerni sagnanna, en samt er ótalmargt, sem bögglast fyrir ágætum erlendum fræði- mönnum, sem eru þó allir af vilja gerðir að skilja íslenzkt samfélag að fomu og nýju. Þannig scgir Hollander í formála að Njálu 1955: „Það vekur undrun, að list skuli hafa náð slíkum þroska hjá frumstæðri landbúnaðar- þjóð einangraðri langt frá miðstöðvum menningarinnar. Þar (á Islandi) var engin yfirstétt óháð brauðstriti (leisure class), engin stétt, sem bafði tileinkað sér siði og fegurðarskyn aðalsins eins og tíðkaðist í Mið- og Suður-Evrópu og að nokkru leyti í Skandinavíu á miðöldum." (Njáls saga, New York 1955, bls. 5—6.) Það er eðlilegt, að manni, sem hefur svo furðulegar hug- myndir um íslenzkt samfélag 13. aldar, gangi illa að skilja, úr hvaða jarðvegi ann- að eins listaverk og Njála sé sprottið. Fyrir rúmum 20 árum ritaði enskur prófessor um íslandsverzlun Englendinga á miðöldum. Hann hafði ógrynni heimilda fyrir framan sig, og þær sýndu honum, að landar hans hefðu siglt hingað norður miklum flotum árlega, en hann fékk aldrei skilið til fulls, að þeir hefðu haft nokkuð að gera til þess- ara köldu stranda. Heimildirnar sýndu hon- um, að hingað fluttu þeir pell og purpura, en hann var svo sannfærður um að íslend- ingar hefðu verið örsnauður armingjalýð- ur, að hann taldi vafasamt, að markaður hefði verið fyrir slfkan lúxusvarning. Norð- læg lega íslands og kaldranalegt nafn valda því enn í dag, að menn telja það lítt byggi- Iegt og öldungis fráleitt, að hér hafi nokkru sinni staðið blómlegt menningarríki. Þegar Hollander og flestir aðrir útlend- ingar fjalla um íslenzkt samfélag miðalda, sést þeim venjulega yfir tvær mikilvægar staðreyndir: á íslandi var auðug yfirstétt leik og lærð, sem sjaldan þurfti að öfunda stéttarbræður sína erlendis af veraldar- gengi, og hinn leiki aðall Evrópu var lítill menningarmiðlandi; riddarar miðalda voru fæstir jafnvel að sér til bókar og Guðmund- ur Hölluson. Hér er enginn vettvangur til þess að TÍMAliIT MÁLS OC MENNINGAR 417 27

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.