Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 19
Mannlíf hér fyrir landnámstíð sem í lok níundu aldar komu á áralausuin báti til Einglands; slíkar mann- raunir voru þessum mönnum mjög eftirsóknarverðar fyrir guðsástarsakir. Samkvæmt írskri kristni var helgum mönnum Krists ekki talið sæmandi að nærast á neinu lostætara en sáðgrautum, blöðum villijurta eða staunglum og rótum, og brauði sem var blandið úrsigti, sólbakað á steinum. Regla Kól- úmbu, sem írskir klausturmúnkar fylgdu, fyrirbýður kjötneyslu með öllu en leyfir fiskát með takmörkunum. Þó lifðu klausturmúnkar í býlífi samanborið við einsetumenn. Menn mega vara sig á að rugla hugsunarhætti og lifnaði irskra múnka, og þá einkum og sérílagi írskra einsetumúnka, samanvið klausturlíf einsog stundað var eftir rómversk-kaþólskum skilníngi í reglu Benedikts af Núrsíu sem gerði múnklifnað í Evrópu að næðissömu og fagur- mentuðu lífi heldrimanna á stórum landsetrum. Irskt múnklífi er miklu eldra en Benedikt af Núrsíu. írar hafa að upphafi sinnar kristni tekið upp siði úr Miðjarðarhafsbotnum og er þeirra máti að ýmsu leyti nær upprunalegum kristindómi en rómversk-kaþólskir hættir. írskir múnkar voru mestmegnis senóbítar, það eru þeir múnkar sem hafast við í frumstæðum kofum, áþekk- um fiskhrófum einsog standa unnvörpum veslur í Dritvik og á Hellnum, stundum borgbygðir í líkingu við fjárbyrgi. Hörður Agústsson hefur í ný- komnum Birtíngi Iátið prenta góða mynd af slikum mannvirkjum, ef mann- virki skyldi kalla, írskum og íslenskum en reyndar næstum eins; smíðisefnið, óunnið lausagrjót smátt, oft fjörusteinar, ræður hér reyndar byggíngarlag- inu, en raftar ekki notaðir né önnur innangersla. Bjó einn múnkur í hverju hrófi. Kofarnir stóðu í óreglulegri þyrpíngu kríngum ábótaklefann, sem var mestur um sig. Meinlætamenska var sérgrein þessara manna og þeir þjálf- uðu sig í henni í þar til gerðum „skólum“ árum saman einsog geimfarar vorra tíma. Þeim helgum mönnum hinsvegar sem leiddist þraungbýli, þeir héldu einsamlir á auðnir; þessir menn eru kallaðir anakóretar og slíkir menn voru papar. Landnám var ekki í þeirra verkahríng. í augum þeirra var alt bústáng beinlínis af djöflinum. Alt um það er ekki fyrir að synja að anakóretar, sem lifðu í rauninni án reglu í klausturlegum skilningi, hafi tekið með sér í varanesti eina og eina kind af írlandi til Færeya, fótbundna, á völtum húðbátum sem þeir höfðu til hafferða. Ekki þyrfti nema eina á lembda til að mynda sauðfjárstofn í eyu þar sem vel hagar til. Sé gert ráð fyrir að eitt par, hrútur og gimbur, auki kyn sitt í úteyu, þar sem fé geingur sjálfala án mannavörslu, hlítir viðkoman stærðfræðilegum lögmálum hliðstæðum við þau sem fundin verða í undir- stöðubókum um ættfræði mannfólks. Ef hver rolla er talin endast í tíu ár, 8 TMM 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.