Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar hellti í staupið sitt. En um leið og hann hreyfði sig, lyfti Katrín höfðinu, rauð í framan og stóreyg. Það var einsog hana langaði til að rífa hann í tætlur. — Farðu til hennar, farðu til hennar, hún er heima, — öskraði hún hásri röddu. Hún er enn meira svín en þú sem ert að koma hingað til að draga þig eftir henni. Ciccotto lauk við að hella í staupið og lagði flöskuna á borðið. Hann stóð andartak einsog hikandi, annars hugar. Þvínæst gekk hann aftur til sætis síns og sagði við mig: — Þær fara aldrei út úr húsi, þessar konur. Katrín horfði á okkur og var enn í geðshræringu. — Þú ættir að fá þér herbergi með glugga, — sagði Ciccotto, — glugga út að götunni. Það er nóg af þeim í húsinu —. Katrín yppti öxlum einsog til andmæla. ¦— Hún stendur ekki úti í gluggum, — bætti Ciccotto við, — hún þarf þess ekki. Katrín tuldraði eitthvað. Hún þurrkaði sér um munninn með vasaklút og horfði á mig. Það var einsog hún væri mér reið. Eg gerði mig líklegan til að standa upp og ætlaði að segja: — Það er bezt ég fari, — þegar hún spratt á fætur og bauð mér í annað staup. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja og varð kyrr. Katrín þagði, móðguð á svipinn, en Ciccotto horfði rólegur á okkur. Það var albjart í herberginu. — Bíðum við, sagði Ciccotto, — Lína ætti að fara að koma. Þau eru ung og þeim ætti að semja vel. Ég skildi á tali þeirra að Lína var hin stúlkan, sú sem hafði farið út um leið og við komum inn. Katrín sagði að hin væri vön að standa úti í glugga og að hún væri ófyrirleitin. — En honum lízt vel á Línu, — sagði Ciccotto. — Hann veit ekki hvað gott er. — Ég horfði á staupið mitt og lagði við hlust- ir. Það vaknaði hjá mér von. En ekkert fótatak heyrðist. Ég spurði hvenær Lína kæmi. — Þið þurfið víst að tala saman, — sagði ég, — um mál sem mig ekki varðar. — Nú hafði ég látið verða af því að standa upp. Katrín stakk sígarettum í vasa minn, svo að ég hefði nóg það sem eftir var dagsins. Eg hraðaði mér ofan stigann, án þess að líta við, og dró ekki andann léttara fyrr en ég var kominn út á torgið. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ráfaði um auða borgina, að liðnu hádegi. Hugsunin um það, að nú vissi ég hver Lína var, og að á þessari stundu lá Ciccotto með kvenmanni, æsti mig upp og kom mér í geðshræringu. Ég var ofurlítið hreifur. Ég var ungur og mér sýndist allt svo auðvelt. Ég vissi ekki enn að ég naut þess að vera einn. Meðan ég beið eftir Ciccotto á torginu þetta kvöld, horfði ég á glugga tó- baksseljunnar, og það kom mér til að hlæja. Ciccotto var meiri þorparinn. 138 !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.