Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar „Þessi maður heíur aflað sér meiri vitneskju um fisk og fiskveiðar en nokkur annar, og til hvers? Til þess að útvega yður bezta fisk í heimi. Fisk sem veiddur er á miðum sem hafa verið fræg allt frá söguöld vegna þess hve fiskurinn þar er góður." Hugsið ykkur hvað fjögurra til fimm mínútna sjónvarpsauglýsing gæti selt. Hægt væri að sýna síldarbátana, stúlkur að salta síld í tunnur, bregða síðan upp yfirlitsmynd af firðinum öllum umluktum snæviþöktum tind- um, og demba loks yfir áhorfendurna ísmeygilegum sölusetningum. Sann- leikurinn er sá að nú birtist ekki ein einasta auglýsing um íslenzkan fisk í sjónvarpi né í kvennablöðum Banda- ríkjanna, og þar er mikill markaður, góðir hálsar. Leiðin milli sellófan- umbúðanna og hins f úsa kaupanda er því miður með miðaldasniði. Víkjum enn að þjóðareinkennum Islendinga. Eitt hið aðdáunarverð- asta sérkenni Islendinga er hæfileiki þeirra til að mynda sér skoðanir, verja þær og vefengja að skoðanir annarra standist. Afleiðingin verður breitt stj órnmálasvið í svona litlu landi. Og stjórnmálaumræður á Is- landi eru mun frjálslegri en í Banda- ríkjunum. Gallharður, róttækur kommúnisti getur opinskátt deilt við erkiíhaldsmann án þess að þurfa að óttast eilífa fordæmingu. Skoðana- myndun af þessu tagi nær einnig til lista og bókmennta. Menn ræða um það, hvað þeim fellur og hvað þeim fellur ekki í málverkum Kjarvals, og verða sannir vinir. Og viðmæland- inn er ekki síður venjulegur bóndi eða fiskimaður en lærður mennta- maður eða hálflærður þaulsetugestur á kaffihúsi. Fæstir Islendingar gætu gert sér í hugarlund hversu tómum augum bóndi frá Iowa myndi stara á þá, ef hann væri spurður hvaða álit hann hefði á Malisse eða Pi- casso. Þegar öllu er á botninn hvolft er Island ef til vill mótsagnakennd- asta land í heimi ef mótsagnirnar má marka af samræðulist og skoðana- myndun. Frelsið til að deila og skipt- ast á skoðunum er einhver dýrmæt- asta eign Islendinga. Það er sérkenni sem greinir þá frá mörgum öðrum þjóðum. Maður trúir því vart að svona fjölbreytilegar skoðanir skuli rúmast innan svona örlítillar þjóðar. Þetta er ævaforn arfleifð frá því menn vefengdu í upphafi skoðanir hver annars í frjálsum umræðum á Þingvöllum. Þessar umræður eru tengiliður sem ekki má rofna ef ís- lendingar eiga að halda áfram að skera sig eitthvað úr öðrum þjóðum. En deilur geta leitt til öfga, og öfg- ar geta leitt til þess að aðeins sé deilt um eitthvert mál og ekkert aðhafzt. Sú hefur því miður stundum orðið raunin í íslenzkum stjórnmálum. Pólitískir flokkadrættir og sundur- lyndi í skoðunum hafa stundum leitt til athafnaleysis í smámunum, hvað 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.