Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 71
setningu eða algilda grundvallarreglu um tónsmíðar. Hann hafði jafnan krafizt þess, að tónskáld þekktu hinar margvíslegu tækni- og tjáningarleið- ir í fortíð og nútíð, svo að þau gætu rýnt þær og prófað, notað sér þær í sköpunarstarfi sínu, breytt þeim að vild eða hafnað. Og prófsteininn á þær taldi hann það, hve vel þær væru fallnar til að tjá hæfilega nýjan kj arna sósíalskrar listar. Tvær ástæður munu hafa valdið mestu um þær tilraunir hans með kerfi Schönbergs að „greina tækni frá tjáningu": I fyrsta lagi sá kostur að geta slungið úr efni, sem fyrir er, þéttan vef fryma og stefja, er grípa hvert í annað og vaxa fram eitt af öðru, unz úr verður heilt verk. I öðru lagi færi á því að losa um bönd hins hefðbundna tónfallakerfis (funktio- nalitet) að meira eða minna leyti án þess að fjarlægjast þó ótvíræða tónala þungamiðju. I þessu skyni hef- ur hann fært sér kerfið í nyt í all- mörgum verkum og sniðið í hendi sér. Gerum oss nú grein fyrir því í nokkrum atriðum, hvernig Eisler samdi við tólftónakerfið á fjórða ára- tugnum: Athugum fyrst verkið ..Gegn stríði", kór án hljóðfæra frá árinu 1936. I viðleitni sinni að nota kerfi Schönbergs til að tjá það, sem hon- um er í hug, reynir hann, ef svo má segja, að hola það innan. Tólftóna- stefið hefur skýra tónala þungamiðju Eisler og Schönberg og samræmislega gerð. Það byrjar á lítilli þríund e-g, er kalla má kímið að framhaldi stefsins; þá koma tvær stígandi litlar þríundir á fis og gis, stóra og litla tvíundin, sem í þeim felst, b-c-cis, hverfiform þríundar- innar í stórri fallandi sexund d-f og vísitónsendir í skrefi frá dis upp á grunntóninn e. Með endurtekningu á tónaröðinni d-f-dis-e eru endingar- áhrifin skerpt. Stefið kemur tvisvar fyrir aftur, í bæði skiptin án þess að lokahendingin sé tvítekin. Bragur þessa stefs, sem tilbrigðin spinnast af, er mjög ólíkur röðum Schönbergs. Stefið hefur tengsl við kunn tónfyrirbæri, og virðist jafnvel hlíta tónfallalögmálum. Það, sem eft- ir er frá Schönberg, eða réttara sagt, það sem Eisler lærðist við rýni sí- gildra verka fyrir tilstuðlan kennara síns, er vöxtur stefsins af frumkjarn- anum og verksins alls af stefinu. Stef- ið er „úthugsað" („auskonstruiert"). Tilbrigði taka við hvert af öðru í list- fengum röddunarleik með stefið og hvörf þess, en stigflutningi („trans- position") er hafnað, augsýnilega vegna hinnar tónölu gerðar stefsins. Og eins og bragur stefsins á lítið skylt við Schönberg, leiðir tónraða- meðferð þess á ýmsan hátt til ólíkrar niðurstöðu (skýrar þríundirnar í öðru tilbrigðinu til að mynda), og það því fremur sem Eisler fylgir ekki alltaf nákvæmlega reglunum um röð- unina og tónendurtekningar áður en 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.