Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 60
Tímarit Máls og mcnningar bergs, og má geta sér til um hvers efnis þau hafi verið. En sá hinn sami gerði sér lítið fyrir og flutti Schön- berg. Að því er Zemlinsky bar, hafði Eisler sagt meðal annars, að hann fjarlægðist æ meir þessi tízkufyrir- bæri, hefði lítið dálæti á tólftóna- verkum og teldi þau ekki góða tónlist, ef tónlist skyldi þá kalla. Schönberg og Eisler skiptast nú á löngum bréfum og er mikið niðri fyrir. Schönberg ber honum svik á brýn og segir, að „hann vilji láta gera mikið veður út af skoðunum sín- um, enda þótt þess verði enn ekki vart í verkum hans, að hann hafi tek- ið neinum sinnaskiptum, sem sé, þótt tónsmíðastíll sá, sem ætti að bera vitni um sinnaskiptin, sé enn hvergi sýnilegur . . .“ „Ég hef samið í öðr- um stíl en Mahler og Zemlinsky,“ segir hann í öðru bréfi, „en aldrei fundið neina þörf á að standa í and- ófi gegn þeim. Og því aðeins, að um andstæður sé að ræða, getur talizt nauðsynlegt að sýna lit á þennan hátt í tæka tíð.“ Bréfinu, þar sem Schönberg stað- festir svo að segja djúpið á milli sín og Eislers, lýkur annars á þessum drengilegu og átakanlegu orðum: „Og ef ég gæti rétt yður hjálpar- hönd með einhverjum hætti, þá meg- ið þér vita, að það væri ný yfirsjón gagnvart mér, ef þér segðuð mér ekki frá því.“ Að einu leyti verður að viðurkenna að Schönberg hafi haft rétt fyrir sér. Raunin er sú, að sannfærandi vitnis- hurður um sinnaskipti Eislers verður ekki fundinn í verkum hans árið 1926. Þess var að vísu skammt að bíða, og jafnframt að enn skýrar kæmi í ljós, að það, sem á milli bar, væri enn meira í grundvallaratriðum en ágreiningsefni forsprakka fyrir mismunandi stefnum í borgaralegri tónlist. Og merki þess má raunar finna þá þegar, ef verk Eislers eru rýnd með síðari þróun hans í huga, að hann var tekinn að leita nýrra leiða. En um það verður síðar rætt. í Berlín varð Eisler önnum kafinn á vegum hinnar róttæku verklýðs- hreyfingar. Um 1927 hefst hið frjóa samstarf hans og þeirra Weinerts, Brechts og litlu síðar einnig Buschs og annarra róttækra listamanna. Hann rýnir og skilgreinir sem marx- isti þær ógöngur, sem borgaraleg tón- list er komin í vegna liins almenna öngþveitis og kreppu auðborgara- þjóðfélagsins. Hann leggur stund á rannsóknir í sögu, heimspeki, hag- fræði og tónlistarsögu; ekki síðar en upp úr 1927 gerir hann í skörpu máli grein fyrir skoðunum sínum á hinu borgaralega tónlistarlífi og hlutverki nýrrar róttækrar listar í blaðagrein- um, ritgerðum, listdómum og fyrir- lestrum. Næstu áratugi gerði hann þeim æ fyllri skil, sérgreindi þær, leiðrétti í ýmsu og dýpkaði. Margt kemur þar nú kunnuglega fyrir. Því 170
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.