Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar ið 212 niður í 1.500 asa árið 129). Og í af- stöðu sinni til foringjans sýndu hermenn Scipíóns Aemilíusar við Numantíu öll auð- kenni málaliða. Það er því ofmælt hjá höf- undi að Maríus hafi „gert byltingu á her- skipan Rómverja" með því að taka öreiga í her sinn. Hann gerði ekki annað en lög- helga langa þróun. 011 voru þessi vandamál sprottin af nýj- um þörfum, pólitískri og efnahagslegri að- lögun sem breyting Rómar úr borgríki í heimsveldi kallaði á. Stjórnmálaátökin á fyrstu íilil, einræðistilhneigingar Súllu, Pompeiusar og Caesars verða að lítt skilj- anlegu brölti nema það sé haft í huga. Þessar nýju þarfir eru ekki undirstrikaðar nógsamlega af höfundi: hann lætur lesand- ann fremur renna grun í þær en að hann sýni fram á þær berum orðum. Hann van- rækir hina félagslegu sögu — þróun stétt- anna í sjálfri Róm sem höfðu á fyrstu öld f. Kr. sprengt að mestu af sér lögfræðileg mörk milli patricía og plebeia og drógust im ii en áður í dilka eftir efnalegum skipti- Iínum; — sögu bandamanna Rómar og ný- lendinga hennar sem Rómverjar veittu að vísu margbreytilega réttarstöðu, en gátu ekki haldið niðri til lengdar eftir að ítalía var orðin þungamiðja heils heimsveldis. Misræmið milli lögfræðilegra forma for- tíðarinnar og hins knýjandi afls þróunar- innar kristallaðist í tilraun Caesars til stofnunar einveldis. Durant lýsir baráttu hans ítarlega, en ekki er fritt við að hann dragi taum Caesars gegn Pompeiusi. 1 því þrátefli sem þeir háðu um völdin fyrir 50 er vandséð hvor átti meiri sök á að rjúfa hinn vopnaða frið. Átökin virðast hafa ver- ið óumflýjanleg, eins og málum var þá komið. Eigi að síður var krafa Caesars um undanþágu frá lögum lýðveldisins (sú að hann fengi að halda hluta af hersveitum sínum sem umboðsstjóri þar til hann yrði kjörinn til ræðismanns haustið 49) hið beina tilefni borgarastyrjaldarinnar. Hann vildi í blóra við lögin ná kjöri in absentia — að sjálfum sér fjarverandi. Caesar sýndi að vísu sáttfýsi á yfirborðinu með uppá- stungu sinni um að „þeir Pompeius skyldu báðir leggja niður umboðsvöld sín." I reynd hefði Pompeius ekki getað fallizt á tillöguna nema eiga á hættu að tapa víg- stöðu sinni, vegna þess að að því búnu hefði hann ekki haft við aðra að styðjast en fornliða sína sem voru dreifðir um Italíu. Aftur á móti hefði Caesar með stutt- um fyrirvara getað kvatt hina æfðu her- menn sína og skjólstæðinga á N-ftalíu undir merki sitt. Þar kom að báðum leizt illskást að láta vopnin skera úr. Pompeius hafði ekki 10 hersveitir her- búnar á Italíu í upphafi friðarins, eins og höfundur segir, heldur aðeins þrjár; hinar sjö voru staðsettar á Spáni og þær neyddu Caesar til að skilja eftir í Gallíu einar sex hersveitir. I upphafi var því herstyrkurinn 3:2, Pompeiusi í vil. „Teningskast" Caes- ars var þess vegna ekki jafn mikið fifl- dirfskubragð og höfundur vill vera láta. Auk þess gat Caesar reitt sig á að attunda og tólfta hersveitin næðu honum áður en hersveitir Pompeiusar, staðsettar í Campan- íu, kæmu hinum síðarnefnda til aðstoðar. Ekki er það heldur rétt að Pompeius hafi verið „langtum liðfleiri en Caesar" þegar hann hörfaði undan frá Rómaborg til Brún- disium. Eftir ósigur Domitiusar, banda- manns Pompeiusar, við Corfinium þar sem hann missti 24 skorir, réð Pompeius að- eins fyrir 50 skorum (5 herdeildum) eða mun færri en Caesar. Þá er það ranghermt að Caesar hafi haldið inn í Rómaborg 16. marz 49. Hann sat um höfnina í Brúndisium frá 9. til 16. marz, þar sem Pompeius var króaður inni með tvær herdeildir og beið byrjar. Caesar komst ekki til Rómar fyrr en 31. marz. Durant lofar miskunnsemi Caesars, en 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.