Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 18
Timarit Máls og menningar „fyrir þrjátíu árum" af mönnum er við hann ræddu. Ymsir hafa búið sér til að ferð sú sem hér er í umræðu hafi verið farin árið 795 ef satt er að Dicuil hafi tekið saman bók sína De mensura orbis terrae árið 825; en það gæti líka hafa verið fyr, ef sjófarendur hefðu verið að rifja upp við höfundinn farir sínar fornar, þegar hann hitti þá „fyrir þrjátíu árum"; þetta verður ekki Ijósl af bókinni. Allavega virðist þó mega gera ráð fyrir því að ferðin sem hér er bókfesl hafi verið farin á ofanverðri 8. öld. Þá hafa Færeyar ekki nafn hjá irum og virðist það ekki benda til þess að þar hafi nokkurntíma verið lífleg nýlenda írsk, enda ekki líklegt að „klerkar" hefðu leitað þángað ef svo hefði verið. Málleifar og fornleifafræði í Færeyum benda auk þess til að eyarnar hafi bygst úr Suðureyum á 9. öld. lrskra minja er ekki getið svo ég viti í fær- eyskum fornleifum, en vel má vera að til séu. Hinsvegar telur Dicuil að menn af „okkar Skotlandi", einsog írar virðast þá hafa nefnt land sitt, hafi hafst við í Færeyum um hundrað ára skeið, en normanskir reyfarar stökt þeim úr landi, svo þar virðast ekki hafa verið menn fyrir þegar sjófarendur Dicuils komu þar; afturámóti voru eyarnar fullar með aragrúa sauðfjár, plenae innu- merabilibus ovibus, segir Dicuil. Þetta gæti verið fé af stofni sem eftir varð þegar menn þeir hurfu á brott sem sjófarendur Dicuils nefna, geingið síðan sjálfala í mannlausu landinu og haldið áfram að margfaldast. Um nafn Fær- eya, sem norrænir frumbyggjar hafa gefið þeim, eru menn ekki á eitt sáttir, en ein tilgáta er sú að það þýði fjáreyar á sama hátt og færikvíar geta þýtt fjárkvíar og færilús fjárlús. Aðminstakosti eru eyarnar „frægar" af fé sínu áður en þar verður saga af mönnum. Athyglisvert að sjófarendur Dicuils geta landsins ekki öðruvísi en afdreps einsetumanna, sem nú sé þó fyrir all-laungu aflagt. Þannig verður ekki ráðið af írskum heimildum fremur en öðrum að landnám írskt hafi átt sér stað í Færeyum í þeirri merkíngu orðsins sem vant er að hafa, það er að segja að skyldmennahópar, familíur, taki sér bólfestu til lángframa í mannlausu landi, eigi þar börn og buru og grafi rætur og muru. Nú er þess að gæta, þegar talið berst að lifnaðarháttum írskra einsetu- manna, að ekkert var jafn-fjarri þessum „hermönnum Krists" og að hefja landnám eða gerast einhverskonar búhöldar. Alt jarðneskt var þeim gagn- staðlegt eftir eðli sínu og þeir voru að leita burt frá venjulegu mensku jarðlífi í von um að mega njóta þeirrar náðar fyrir Krists sakir að hokra einir í sveltu á klettóttum annesjum, í skerjum og úteyum. Sagnfræði um múnklífi írskt kann þar margar sögur og tilfærir Björn Þorsteinsson eina úr enskum annál- um í áðurnefndri grein sinni, en þar segir af þrem einsetumönnum írskum 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.