Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 37
ViðarþjófuTÍnn verið búið að koma fyrir hann áður. Svo reið hann hægt gegnum regnvotan skóginn ... Tvisvar villtist hann á leiðinni og varð sér til mikillar gremju að snúa við. Reiði hans hjaðnaði fyrst þegar hann var kominn heim að húsi skógarvarð- arins ... Þar stóð kerran tóm á hlaðinu og uxarnir bitu smá grastoppa á óræktarbala við kofann. Hann gekk inn í forslofuna og fann strax hlýjuna, sem lagði frá glóðinni á arninum. En á gólfinu rétt við arininn lá viðarþjófurinn örmagna, uppgefinn og ataður forarleðju. „Já, ég kom með hann," sagði skógarvörðurinn, með kynlegu augnaráði. „Hann er gersamlega magnþrota ... Hann var víst í mikilli geðshræringu þegar við hittum hann. Hann hefur sjálfsagt átt í miklu erfiði með uxana í dag. Gerið svo vel, náðugi herra, gangið hérna inn í stóru stofuna ..." Oðalsherrann gekk inn í stofuna innar af palli ... Ut úr skugganum lædd- ist hljóðlaust ógreinileg vera, — kona Gabríels —. Hún tók hönd óðalsherr- ans og þrýsti á hana kossi. Því næst stóð hún kyrr með krosslagðar hendur á brjósti. „Hvar eru synir þínir, Gabríel?" „í vinnu, náðugi herra, þeir eru trésmiðir." Inni í stofunni var kalt og skuggsýnt. Rakalykt, ryk og brennivínsþefur gaus á móti óðalsherranum þegar hann kom inn. Hann fór úr frakkanum og lagði hann frá sér, gekk svo fram í anddyrið og að eldinum. „Já, það gengur svona, hann heldur áfram að rigna í sífellu ..." tautaði skógarvörðurinn og horfði niður fyrir fætur sér, svo flýtti hann sér að bæta við: „Við slátruðum hænu ... konan mín ætlar að sjóða af henni súpu." Á sömu stundu fann óðalsherrann til sultar og það kom vatn í munninn á honum. Svo leit hann niður á gólfið. Hinum megin við arininn lá sjúki mað- urinn. Hann lauk upp augunum, stórum, æðislegum, trylltum augum, og stundi út úr sér sárt og kvalafullt: „Guðfaðir minn, — Gabríel ... guðfaðir minn, — Gabríel ..." „Hvað vanhagar þig um?" spurði skógarvörðurinn, þýðri rödd og gekk til hans. „Guðfaðir minn, — Gabríel, gefðu mér kerti ..." Jarðeigandanum rann kalt vatn milli skinns og hörunds: Maðurinn bjóst við dauða sínum. Einhver óvenjuleg tilfinning, ofurlítil meðaumkvun með hinum deyjandi manni gerði vart við sig sem snöggvast, og einhver orð voru 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.