Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Síða 24
Tímarit Máls og menningar hana fyrir mér, af því að þá í svipinn, meðan hún er svona eyðileg, ber ég ekki kennsl á hana. Ofurlítil breyting, sólin, smá vindgustur eða litur lofts, nægir til þess að ég kannast ekki lengur við mig. Þessar götur taka engan enda. Það sýnist ekki geta verið raunveruleiki að í þeim öllum séu íbúar og gestir, og samt eru þær allar svona þögular og tómlegar. Langar og trjáríkar göturnar í úthverfunum, þar sem ég gæti andað að mér ögn af hreinu lofti, met ég minna en torgin og þröngu göturnar í miðborginni, þar sem stórhýsin eru og þar sem mér finnst ég eiga enn meira í götunum, af því að það er hreint og beint óskiljanlegt að allir geti verið farnir þaðan. Svo er nú komið með árunum, að ég leita ekki lengur félagsskapar einsog áður. En þá voru sunnudagarnir öðruvísi en aðrir dagar. Á þeim gömlu og góðu dögum vorum við vanir að segja: — Komdu í dag á þennan og þennan stað, — og svo fórum við þangað masandi. Stundum komum við í nýjar göt- ur og lentum inni í einhverjum húsagarði; ég leit í kringum mig til að átta mig á umhverfinu, og það var ekki alltaf sem mér tókst það. Ciccotto var á mínu reki, en það var hann sem hafði gaman af að snuðra í auðum húsa- görðum og fara upp stiga sem hann hafði aldrei gengið áður, hringja dyra- bjöllunni og hefja samræður við þann sem kom til dyra. Ég stóð að baki honum, og í þá daga trúði ég ekki að hann hringdi sumum bjöllunum í fyrsta sinn. Ef ég hefði trúað því, hefði ég ekki farið upp stigana með honum. Hann hafði lag á því, einkum ef konur eða börn komu til dyra, að segja eitthvað sem krafðist svars, og meðan orð jókst af orði gengum við hlæjandi inn í húsið og vorum þar langt fram á kvöld. Hann sagði að fólki leiddist á sunnu- dögum og að sá sem frá hádegi væri lokaður inni í húsi og heyrði engan eða sæi, væri feginn að tala við hvern sem væri. Ég hygg, að um sumar konur, sem buðu okkur líka upp á vín, hafi hann aflað sér upplýsinga fyrirfram. Á þeim árum fóru sumir piltar mikið í skemmtisiglingu, aðrir brugðu sér á reiðhjól og námu hvergi staðar nema í kránni, enn aðrir sátu fyrir stúlk- unum þegar þær komu úr kvikmyndahúsunum. Mér þótti þetta allt kjánalegt, eftir að ég hafði kynnzt Ciccotto, og ég þorði hvorki að gefa mig að slíku framar né heldur tala um það. Hann var þannig skapi farinn, að ef honum var sagt frá einhverju, þá nægði ekki að það hefði gerzt, heldur þurfti það að koma blóðinu á hreyfingu. Og hann horfði niður fyrir fætur sér meðan hann hlustaði, einsog maður sem lætur sig ekki varða neitt annað. Hann var lág- vaxinn maður og hálfgerður krypplingur, svo ég veigraði mér við að auð- mýkja hann, og fyrir bragðið varð ég honum háður. í sumum húsum spurði hann um fyrrverandi íbúa og þóttist þá vera utan- 134
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.