Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 101
gömlu málfræðideildir eru klofnar í „nýrri bókmenntir" annarsvegar og „fílólógía" — þ. e. a. s. fornmál og fornbókmenntir — liinsvegar. Flestum stúdentum eru „nýrri bókmenntir" áhugamál, en fornfræðin próffag (nema þeir megi sleppa fornnám- inu með óllu). Þess skal getið hér, að málfræðingar halda því fram, að hin sögulega eining ís- lenzkrar tungu sé ekki sízt í því fólgin, að fornbókmenntirnar, einkum sögumar, voru þegar alþýðueign íslendinga á tólftu, þrett- ándu öld og varðveittust sem alþýðueign og undirstaða menningarlífsins til vorra daga. Með öðrum orðum, sökum þess að samband íslendinga við fornbókmenntir þeirra var aldrei rofið, breyttist íslenzka málið (ritmálið) tiltölulega lítið. En þessu má snúa við: vegna þess að málið breyttist lítið, eru fornbókmenntirn- ar hverjum sem talar íslenzku ennþá læsi- legar og skiljanlegar, og þess vegna er samband íslendinga við fornbókmenntir þeirra ekki rofið. Fetta er að vísu mælska. En látum hug- r 1 renna áfram: það er vel hugsanlegt, að þróun íslenzkrar tungu hefði verið knú- in öðrum öflum, sterkari og veigameiri en hinu íheldna afli bókmennta, þá væru forn- bókmenntirnar íslendingum nú aðgengi- legar aðeins í þýðingum eða fyrir erfitt nám. Það er að minnsta kosti vafamál, hvort þær væru þá enn alþýðueign íslend- inga. Og þar sem þroskaður íslenzkur al- þýðumaður skynjar þúsund ára menningu þjóðar sinnar sem eina heild, væri það aftur vafamál hvort svo gæti verið, ef ís- lenzka fornaldar og nútíðar væri ekki sam- felld heild. Kynningargildi íslenzkra bókmennta Þó neðanmálskorn þetta hafi nú gert okkur skiljanlegra, að íslenzkar fornbók- menntir nái ekki til almennings með öðr- um þjóðum, þar sem fáum eru jafnvel forn- bókmenntir eigin þjóðar kunnugar, viljum vér taka það fram að til eru ágætar íslenzk- ar nútímabókmenntir. Hvað um kynningar- gildi þeirra? íslenzkir höfundar njóta frægðar víða um heim, verk þeirra eru að- gengileg á mörgum tungumálum, og að minnsta kosti ætti það að vera kunnugt, að íslenzkur höfundur hlaut verðlaun Nóbels fyrir bókmenntaleg afrek. Já, þeir sem þekkja sinn Brecht, Hem- ingway, Sartre, Evtúsjenkó, hafa sennilega komizt í kynni við íslenzka höfunda líka. En þó hér væri um miljónir að ræða, þá eru þeir ennþá í meirihlutanum, sem þekkja sín eigin höfuðskáld aðeins að nafninu til eða alls ekki. Það þarf ekki annað en bera saman eintakafjölda, þó um metsölubók sé að ræða, við fólksfjöldann til þess að gera sér hugmynd um hve skammt bókmenntir ná til almennings. Bókmenntir geta varla talizt alþýðueign með stórþjóðum erlendis í þeirri merk- ingu, sem felst í notkun orðsins „alþýðu- eign" hjá íslendingum. Að vísu átti hvert tímaskeið alþýðlegar bókmenntir, sem náðu og ná til ahnennings, en trauðlega hafa heilar þjóðarbóknienntir nokkurn tima verið alþýðlegar eins og hér á Islandi. íslands „image" er ef til vill of mikið undir bókmenntum komið, og er því skilj- anlegt að það fari fram hjá þeim, sem engin kynni hafa af bókmenntum, og mun því „hinn íslenzki ísbjörn" enn um nokk- urt skeið ganga aftur hjá þeim. 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.