Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 3
TIMAKIT MALS OG MENNINGAR • 26. ARG. • 1965 £,HEFTI • SEPT. Z.iíi Færeyjar og ísland Við íslendingar höfum löngum verið helzt til tómlátir um það sem er að gerast hjá ná- grönnum okkar og frændum, Færeyingum. En nú eru samgöngur milli Færeyja og íslands að aukast eftir að heinar flugferðir hafa verið upp teknar milli landanna, og má búast við að fleiri íslendingar leggi þangað leið sína en áður, enda hafa þegar orðið nokkur brögð að því á þessu sumri. Síðan Færeyingar fengu heimastjórn 1948 hafa þeir lyft Grettistökum á mörgum svið- um. Þó að þeir eigi við marga örðugleika að etja er þar mikill gróandi í athafnalífi og ósvikinn framfarahugur með þjóðinni. Ferðamanni ber þar margt fyrir augu sem é skylt við vandamál okkar Islendinga, og á ýmsum sviðum mættum við að skaðlausu af þeim læra. Færeyingar virðast miklu síður en við hafa látið glepjast af yfirborðstildri erlendr- ar borgamenningar, þjóðleg einkenni eru sterk og studd vakandi þjóðernistilfinningu og markvissri baráttu fyrir viðgangi færeyskrar menningar. Gestinum verður starsýnt á gömul hús sem er snyrtilega haldið við, þrifnað og myndarlegan heildarsvip færeyskra þorpa og bæja, sem er laus við alla sýndarmennsku og ber vott um virðingu fyrir þjóðlegri hefð og gömlum líísháttum, þrátt fyrir byltingu í atvinnulífi. I menningarmálum Færeyinga gerast nú merkileg tíðindi. Þar er verið að koma fótum undir vísindastofnun, sem með tíð og tíma getur orðið vísir að háskóla: Fróðskaparsetur F^roya. Ætlunin er að taka þar upp nú þegar kennslu í færeyskri tungu og bókmenntum, og hefur Christian Matras prófessor verið ráðinn til að veita því starfi forstöðu, en hann hefur um árabil verið prófessor í færeysku við Kaupmannahafnarháskóla. Svo má kalla að þessi stofnun sé vaxin upp á grunni vísindafélags Færeyinga, sem starfað hefur nokk- uð á annan áratug. F0roya fróðskaparfelag hefur nú gefið út árbók sína, Fróðskaparrit, í 13 ár og með þvf sýnt að félagið er fært um að halda úti vísindalegu tímariti sem er þjóðinni til sóma. Færeyingar ætla sér ekki að flasa að neinu með þessa nýju stofnun, fara sér að engu óðslega með embætti og byggingar handa henni, heldur byrja á því að byggja nýtt lands- bókasafn og efla það að fræðilegum bókakosti. Þeir hafa sem sé gert sér Ijóst að gott bókasafn er undirstaða allra vísindaiðkana, en sá skilningur virðist enn eiga ógreiða leið inn í heilabú íslenzkra réðamanna. Það fér vel á því að einmitt þegar þessi tíðindi eru að gerast buðu Færeyingar í fyrsta sinn til fundar fræðimanna frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum, en það var hinn svo- nefndi víkingafundur, hinn fimmti í röðinni, sem var haldinn í Þórshöfn í sumar. Forustu- menn Færeyinga í menningarmálum höfðu skipulagt fundinn með miklum ágætum og af þvílíkri gestrisni og myndarskap að þeim sem hann sóttu mun seint úr minni líða. Má telja vafalaust að hinir erlendu fræðimenn sem þar voru muni leggja hinu nýju Fróð- skaparsetri lið framvegis eftir megni, ef nokkuð má marka þær undirtektir sem prófessor Peter G. Foote frá London fékk, þegar hann hét á menn í lokaræðu fundarins að senda 8tmm • 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.