Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 87
beinum rannsóknum tímabilsins og bók- menntum þess, heldur þjónaði endurmatið rómantíkinni en ekki veruleika miðalda. Þrátt fyrir þetta átti rómantíkin sinn þátt í því að vekja áhuga fyrir vissum verkum Dantes og með Risorgimento, endurvakn- ingu ítala og sjálfræðis- og sameiningar- baráttu þeirra, hófst Dante til vegs. For- sendur matsins skekktu á ýmsan veg mynd verka Dantes, en þar með hófust rann- sóknir á verkum hans og uppúr því það söguskyn, sem byggir á fordómaleysi og skilningi. Nýtt söguskyn og ný miðaldasaga áttu mestan þátt í að „opna“ mönnum verk Dantes. Sá maður sem átti mestan hlut að hinu nýja Dante-mati, var Benedetto Croce, með bók sinni „La poesia di Dante“ sem kom út 1921. Croce tók undir þá skoðun, að Komedían væri mjög sundurleitt verk og á köflum mjög f jarri því að vera skáld- legt, enda þótt höfundurinn væri stórskáld. Hann hélt því fram að verkið væri „guð- fræðileg skáldsaga" og uppbyggð sem slík, og að skáldskapurinn væri tjáningarformið til þess að tjá pólitíska, siðferðilega og persónulega skoðun höfundar síns. Croce taldi að lesendur yrðu ætíð að minnast þessa um leið og þeir nytu hins dýrlega skáldskapar. Skoðanir Dantes birtast í Kómedíunni oft öndverðar trúarlegri byggingu verksins, sem verður til þess að skáldið rekur sig á kröfur hinnar trúarlegu dogmu, sem er beinagrind verksins. Þessar skoðanir falla að kenningum Croces um þá spennu, sem sé ætíð í listaverki og skáldskap milli hreins skáldskapar og uppbyggingar eða grindar verksins sjálfs, sem er hverju lista- verki nauðsyn til þess að það megi skiljast. Síðan bók Croces kom út, hefur Dante og rit hans orðið tilefni mikilla saman- tekta og hafa þar eins og áður segir komið til rannsóknir og skilningur á menningu Umsagnir um bœkur og hugsunarhætti miðalda. Sá skilningur er forsenda rétts og fulls skilnings á Kóme- díunni, það er sá skilningur, sem 14. aldar höfundar, sem rituðu um Dante, votta í ritum sínum. Það er þetta, sem hefur gerzt, verk þeirra hafa orðið mönnum leiðar- stjarna til rétts skilnings á verkum Dantes. Sá skilningur glataðist meðal eftirkom- enda þeirra, en er nú aftur fundinn. Meðal annarra, sem áttu mikinn þátt í að endurvekja áhuga manna á Dante voru Hegel og De Sanctis, sem voru báðir á vissan hátt vísirinn að frekari útlistunum Croces. De Sanctis hélt fyrirlestra um Dante í Napoli veturinn 1842—3 og í Ziirich 1856. Hann taldi í fyrstu að Kóme- dían væri pólitísk og trúarleg hugsjón á táknmáli skáldskapar og áleit, að slík að- ferð væri fráleit, síðar komst hann á þá skoðun, að tilgangur Dantes væri að „sjá mannlegt líf frá öðrum heimi“. Hvorug þessara kenninga nægði honum til skiln- ings á verkinu og hann tók það ráð að rekja kveikjuna að verkinu til lífsreynslu Dantes. Hann rakti hinar sálfræðilegu, menningarlegu og sögulegu einingar, sem urðu Dante kveikjan til sköpunar Kóme- díunnar, sem hann kallaði „ljóð alheims- ins: þar sem heimur guðs speglar raun- veruleik mannheima, dæmir hann og tyft- ar“. Kaflarnir um Dante í „Storia della letteratura italiana“ eftir De Sanctis eru enn þann dag í dag tímabærir til glöggv- unar á æviskeiði Dantes og skilnings á honum. Þótt áhrifin frá skynsemisstefn- unni og rómantísk afstaða höfundar sjálfs hamli fullum skilningi og mati á verkinu sjálfu, þá er skilningur hans á pólitísku lífi Dantes, útlegðinni og áhrifum hennar á verk hans orðinn einn þáttur heimsbók- menntasögunnar. De Sanctis og Croce fara hvor sína leið til skilnings á Dante, gerðin, „trúfræðileg skáldsaga“ og kveikjan að henni, reynsla 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.