Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 9
Adrepur sem völ er á, og mynda mótvægi gegn alræði bandarískrar fjölmiðlamenningar. Þær hljóta eðlis síns vegna að hafa þjóðmenningarleg markmið öðrum þræði og þegar þær starfa í löndum þar sem ríkir verulegt frelsi til þjóðmálaumræðu og menningariðkana njóta þær þess, þótt frelsi til róttækrar þjóðfélagsgagnrýni í þessum ríkisfjölmiðlum séu ýmis takmörk sett. Engum þjóðum er eins nauðsynlegt að hafa félagslegt skipulag á útvarps og sjónvarpsrekstri og þeim sem fámennar eru. Furðuseint og linlega hefur hér á landi verið brugðist við þeirri margvíslegu hættu sem nú steðjar að ríkisfjöl- miðlum okkar. Embættismannastjórn Ríkisútvarpsins og þingkjörið útvarps- ráð hafa látið við gangast að einkaréttur til dreifingar útvarps- og sjónvarpsefn- is sé þverbrotinn. Bandaríkjaher hefur óáreittur rekið útvarpsstöð í marga áratugi, sem nær til mikils hluta landsmanna, og á síðustu mánuðum hafa línusjónvarpsmenn fengið að leggja net sín í friði. Utvarpsstjóri og útvarpsráð geta vissulega vísað til þess að menntamálaráðherra beri ábyrgðina, en hvort tveggja er að hann hefur dugað illa, enda dauflega brýndur af forráðamönnum Ríkisútvarps að vernda rétt þess. Hið háa alþingi hefur fyrir sitt leyti búið í haginn fyrir þá sem vilja ofurselja útvarpsrekstur bröskurum með því að halda útvarpinu í fjársvelti og hafa það á útigangi. Getur nokkur þingflokkur borið af sér þá sök? Það er alltaf erfiðara að verjast aðsteðjandi vanda þegar hann er duninn yfir heldur en þegar hillir undir hann. Samt hafa allir sofið á verðinum. Enn er þó hægt að bjarga miklu ef röggsamlega er brugðist við. Ekki verður annað séð en nú sé rík ástæða til samstöðu þeirra sömu þjóðlegu afla, róttækra og borg- aralegra, sem á sínum tíma hrundu ófyrirleitnustu innrás Bandaríkjahers í menningu okkar og knúðu fram lokun hersjónvarpsins. Fyrsta krafa er að einkaréttur Ríkisútvarpsins sé skilyrðislaust tryggður og virtur. Dreifing sjónvarpsefnis gegnum línu er í lagalegu tilliti á engan hátt frábrugðin dreifingu gegnum andrúmsloftið. Hana verður því að stöðva. Kröfum um svokallaðan ,frjálsan‘ útvarpsrekstur verður líka að hrinda. Augljóst er að smáar útvarpsstöðvar, fjármagnaðar með auglýsingum, sem hefðu engum skyldum að gegna, gætu á skömmum tíma grafið undan Ríkisút- varpinu, auk þess sem þær yrðu í raun ekki annað en leppur íslenskra og er- lendra prangara. En siðferðislegan rétt samfélagsins til að ráða yfir þessum fjölmiðlum þarf einnig að sanna og tryggja með öðrum hætti. Ríkisútvarpið verður að hagnýta nýja tækni til að gegna hlutverki sínu miklu betur en það gerir nú. Eg skal ekki gera neina tilraun til að kortleggja eða sundurliða þá kosti sem tæknin leggur ríkisútvarpi upp í hendur. Til þess skortir mig þekkingu á þessu sviði. En nokkur atriði blasa við og krefjast athafna. I fyrsta lagi er eðlilegt að komið sé á fót tvöfaldri hljóðvarpsdagskrá, a. m. k. hluta úr degi hverjum. Onnur dagskráin gæti að einhverju leyti verið bundin við smærri svæði en landið allt og þyrfti þá jafnframt að koma á fót aðstöðu til 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.