Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Síða 10
Tímarit Máls og menningar að útvarpa og vinna útvarpsefni í öllum landsfjórðungum. Með þessu móti gæfist aukinn kostur á að gera útvarpshlustendur sjálfa virkari í mótun og gerð útvarpsefnis. Olíkur smekkur, ólíkar skoðanir og ólíkir hagsmunir eiga að fá að keppa um athygli landsmanna í ríkisfjölmiðli í miklu meira mæli en nú er. Ríkisútvarp með lýðræðislegri dagskrárstjórn er frjálsasti fjölmiðill sem við eigum kost á. Möguleikar sjónvarpsins eru takmarkaðri en útvarpsins vegna þess að gerð sjónvarpsefnis er yfirleitt dýr. En íslenskt sjónvarp heldur áfram að vera aumur fjölmiðill nema miklu meira kapp verði lagt á gerð vandaðs íslensks efnis en hingað til. Stöðugt fer stækkandi sá hópur af ungu fólki sem ræður yfir þekkingu og áhuga til slíkra starfa og það verður að fá að njóta sín. Ekki þarf annað en líta á þann sköpunarmátt, mér liggur við að segja sprengikraft, sem ólgar í íslensku leikhúsi þessa dagana, til að sjá að hæfileika vantar ekki. Af hverju þurfa íslensk sjónvarpsleikrit að vera dauðadæmd? Ríkisútvarpið verður að finna nýjar leiðir til að virkja hæfileika og sköpunarmátt íslensks leikhús- fólks, filmara, myndlistarmanna og útvarpsmanna. Þetta mundi kosta mikið í fyrstu en mundi skila sér þegar fram í sækti, m. a. með útflutningi sjónvarps- efnis, en umfram allt auknum áhuga landsmanna. Sjónvarpið þarf að leita uppi hæfileikafólk og gefa því frjálsar hendur til skapandi starfs. Dagskrárnar eiga vitaskuld ekki að vera bundnar dagskránni einni og læstar í geymslum stofnun- arinnar heldur falar til leigu þeim sem eiga tæki í heimahúsum til að njóta þeirra. Þannig er hægt að nýta þá jákvæðu möguleika sem í videóinu felast. En eru þetta ekki allt draumórar? Strandar ekki allt á fjárskorti þess ríkis sem alltaf verður að spara og skera niður í endalausri baráttu við verðbólgu og vísitölu? Eg held við megum ekki gefast upp fyrir slíkri uppgjafar- og vanahugsun. Auðvelt er að sýna með tölum um fjármuni, sem síðasta hálfan annan áratug hefur verið varið til kaupa á sjónvarpstækjum og videóbúnaði og nú síðast til leigu á myndsnældum, að allur þorri fólks er reiðubúinn að láta mikið fé af hendi rakna til slíkra hluta. Stórhækkuð afnotagjöld fyrir margfalt betri þjónustu mundu ekki skakka miklu í fjármálum heimilanna. Og vitaskuld eru fleiri leiðir hugsanlegar til að afla fjár en bein afnotagjöld. En hér þarf hugarfarsbreytingu. Þeir sem vilja styðja öflugt ríkisútvarp þurfa að láta heyra í sér, og alþingismenn þurfa að sjá málið í allt öðru ljósi en hingað til. Heimurinn frelsast ekki á einum degi og þær endurbætur á starfsemi Ríkisút- varpsins sem hér eru gerðar að umtalsefni hljóta að taka tíma. En það gerist ekkert í þessum málum nema hressilega sé brugðist við. Linka og aumingja- skapur mun hafa í för með sér menningarlega örbirgð. Og það mun verða æ erfiðara fyrir menningarlega fátæka þjóð að yfirgnæfa leiðindi sín með innantómri háreysti. 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.