Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Qupperneq 19
Tíu þúsund ár bókmennta
til Suður-Ameríku, karabíska stemmningin var byrjuð að gagntaka mig í
Karakas. . . Kúba var á suðupunktinum, en Mercedes hugsaði sig um
andartak, neitaði svo eindregið að farga handritinu og því fékk það að
liggja þar sem það var komið.
Þannig að þessi skáldsaga er Mercedes að þakka. . .
Allar mínar skáldsögur eru henni að þakka. Þegar ég segi þér hvernig
Hundrað ára einsemd var skrifuð, sérðu hvað við eigum Mercedes upp að
inna. Dauðastundin fór ekki í tunnuna, ég lauk henni til hálfs þótt ég væri
ekki ánægður með hana. 1961—62 var ég staddur í Mexikó þegar vinur
minn einn kom í heimsókn og hafði nákvæmlega sama formála og í fyrra
skiptið: „Það er að fara af stað í Kólombíu landskeppni í bókmenntum,
það sem hefur borist er ekki eyrisvirði, ef þú tekur þátt máttu vera viss um
að vinna“. Eg bað Mercedes að sækja handritið með bindið. Hún hafði
komið því fyrir inni á klósetti en fór nú eftir því. Af því það hafði ekki
hlotið neitt nafn, sendi ég það inn undir yfirskriftinni: ,,An titils“ og vann.
Ég man upp á hár að það voru þrjú þúsund dollarar og sama dag átti ég að
borga fæðingardeildinni fyrir yngri son minn. Sending af himnum. Þetta
eru nú þau skipti sem ég hef tekið þátt í slíkri samkeppni. Þú skalt ekki
halda að ég hafi neitt á móti bókmenntaverðlaunum, einungis óæskilegt ef
þau verða að takmarki í sjálfu sér.
Og Hundrað ára einsemd?
Hundrað ára einsemd er skáldsaga sem ég hafði lengi hugleitt. Ég hafði
byrjað á henni margsinnis. Efnið var komið, byggingin lá ljós fyrir, en ég
kom mér ekki niður á tóninn. Það er að segja ég trúði ekki sjálfur því sem
ég var að segja frá. Rithöfundur getur sagt allt sem honum kemur í hug, ef
hann bara getur gert það sennilegt. Vísbending um það hvort honum
verður trúað eða ekki er fyrst og fremst að hann trúi því sjálfur. I hvert
skipti sem ég fitjaði upp á Hundrað ára einsemd efaðist ég. Ég komst að
þeirri niðurstöðu að gallinn lægi í tóninum og braut um það heilann og
bukkaði mig í ennið til að finna trúverðugan tón uns ég datt niður á tón
ömmu minnar þegar hún sagði frá stórmælum; segja frá undrum og stór-
merkjum á fullkomlega sjálfsagðan hátt, og það er að mínu mati það sem
skiptir máli í Hundrað ára einsemd frá bókmenntalegu sjónarmiði.
Ertu vanur að sýna öðrum það sem þú skrifar jafnóðum ?
Aldrei. Ekki staf. Ég ákvað það í eitt skipti fyrir öll eins og af hjátrú. Því
þótt ég líti á bókmenntir sem félagslega afurð, þá er sjálf bókmenntavinnan
algerlega einstaklingsbundin og ofan í kaupin einmanalegasta vinna sem
um getur. Enginn getur hjálpað þér að skrifa það sem þú ert að skrifa. Þú
ert algerlega einn og hjálparvana eins og skipbrotsmaður á rúmsjó. Ef þú
reynir að leita liðsinnis hjá öðrum með því að lesa fyrir þá og ætlast til að
2
137