Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 24
Tímarit Máls og menningar beri heiðurinn. Nema hvað, hugflæðið kemur í fyrsta skipti fyrir í Lazarusi frá Tormes þótt þar sé það ekki eins fágað og útmetið og hjá Joyce eða Virginiu Woolf. Vandamálið sem höfundur Lazarusar átti við að rjá, var að upplýsa lesandann um þankagang blindingja sem reynir að standast sjáandi prakkara snúning. Eina ráðið til að klóra sig fram úr því var að finna upp það sem ekki var til áður og núna er kallað innra eintal eða hugflæði. Af þessu sést hversu erfitt, næstum óhugsandi, það má vera að ætla sér að setjast niður til að skrifa skáldsögu í fullri alvöru, án þess að þekkja til hlítar Lazarus frá Tormes. En það sem ég hafði í huga þegar ég sagðist ekki vera sérstaklega uppnuminn yfir spænsku skáldsögunni, var að vekja athygli á spænskri ljóðagerð. Uppeldi mitt sem höfundar er í grundvallarat- riðum ljóðrænt. Bókmenntir byrjuðu að höfða til mín í gegn um ljóð. Og mig langar til að bæta við: í gegn um vond ljóð. Leiðin til Rimbaud og Valery liggur í gegn um Nunez frá Arce og öll þau grátkvæði sem falla í kramið á menntaskólaárunum þegar maður er ástfanginn. Þar er komin gildran, fiffið, sem húkkar mann og gerir háðan bókmenntum fyrir lífstíð. Þessvegna er ég ákafur aðdáandi leirburðarins og tek ljóð fram yfir skáldsögu í spænskum bókmenntum. Það getur ekki meiri virðingarvott við Ruben Dario en bókina mína, Æfikvöld einvaldans. Bókin inniheldur heilu ljóðin eftir hann. Hún var skrifuð í Dario-stíl. Þeim sem handgengnir eru Ruben Dario er víða gefið undir fótinn. Eg vildi sannreyna hver væri ímynd stórskáldsins á tíð stóru einræðisherranna og útkoman var Ruben Dario. Einu sinni gerðum við okkur leik að því að undirstrika setningar sem eru frá honum ættaðar. Rubén Darion er meira að segja persóna í bókinni. Þar er haft eftir honum og látið eins og það sé frá honum komið, smáljóð í óbundnu máli þar sem segir: „Á hvítum vasaklút þínum voru upphafsstafir, rauðir upphafsstafir úr nafni sem var ekki þitt, hjarta mitt“. I Hundrað ára einsemd er persóna látin segja að bókmenntir séu uppfundnar til að hæðast að fólki. Gaman væri að fara einhvern tíma í gegn um Hundrað ára einsemd, Liðsforingjanum berst aldrei bréf, Æfikvöld ein- valdans og benda á allt það háð, grín, hundakæti og vinnugleði sem þar er að finna og mín skoðun er sú að maður komist ekkert áleiðis í bók- menntum né öðru ef maður hefur ekki ánægju af því sem maður er að gera, eða a.m.k. leitar með því ánægjunnar. Fyrir skömmu varstu að kryfja atriðið þar sem Remedíos hin fagra stígur til himna og ég óttaðist að þú œtlaðir að fara að Ijóstra upp leyndarmáli bókmenntanna, sem þegar allt kemur til alls er Ijóðrænan. Af því sem þú sagðir fannst mér koma í Ijós að þú byggðir meira á athugun en ímyndunar- afli. 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.