Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 26
Tímarit Mdls og menningar
dóttir mín? Það var þetta sem ég hafði á bak við eyrað þegar ég skrifaði
fyrrgreint atriði. Ur því að hin bókmenntalega lausn á goðsögunni um
Maríu er uppstigning með húð og hári, hversvegna skyldi ekki hið sama
geta átt við persónu í sögu eftir mig? Eg tók því til óspilltra málanna en rak
mig á að eitt er að komast að niðurstöðu og annað að útfæra hana í bók,
þannig að lesandinn gleypi við henni. Mér tókst ekki með nokkru lifandi
móti að koma henni til himna. Þangað til mér vitraðist að eina leiðin væri
sú ljóðræna. Sem ég var að brjóta um þetta heilann, varð mér gengið út í
garð, það var rok og kona sem annaðist þvotta fyrir okkur var í þann mund
að hengja út á snúru; hún festi þvottinn upp með klemmum en þrátt fyrir
það tókust klæðin á loft og ég aðstoðaði hana við að safna þeim saman og
innleiddi síðan þvottinn í himnaför Remedíos fögru, búið spil. . .
Varbandi dularfull fyrirbœri, hvert er álit þitt á undrum og stórmerkjum
þessa heimshluta sem nefndur er karabíska svæðið og svo furðulegir hlutir
eiga sér stað að evrópskur súrrealismi verður blátt áfram hlægilegur?
Ég þekki karabíska svæðið, eyju fyrir eyju. Sama gegnir um Brasilíu. Það
sem þú víkur að, á sér rætur í sögu Karabíumanna, þessi sambræðingur af
sænskum, hollenskum og enskum sjóræningjum sem blandast innfæddum.
Sú mannlífssúpa sem finnst á karabíska svæðinu er engu lík. A Martinique
hef ég rekist á kynblending sem var með hunangslitt hörund, gríðarstór
græn augu og í ofanálag hafði hún gylltan klút bundinn um höfuðið; ég hef
aldrei séð neitt því líkt. I Curasaó hef ég rekist á sambræðslu af englending-
um og svertingjum. Nei, ef maður lætur hafa sig út í að tala um karabíska
svæðið, er maður glataður. Sjálfur kem ég frá Barranquilla og Cartagena og
fyrir mér er höfuðborg Kólombíu ekki Bogota heldur Karakas. Þegar ég
fer til Bogota þarf ég að skipta um föt bæði og tungumál.
En Brasilía?
Brasilía er karabísk. . . Veistu annars hver er mergurinn málsins með
Karabíu? Hingað komu menn til að gera það sem var ekki hægt í Evrópu.
Sjóræningjar, t.d. höfðu kabarett í Nýja-Orléans og komu þangað með
kvensum sínum til að fá demantsfyllingar í tennurnar. Annað einkenni á
Karabíu er fjarlægðin sem aðskilur hlutina og aðgreinir Karabíu frá afgang-
inum af veröldinni. Bilið milli borða á veitingahúsi er meira hér en nokkurs
staðar. Þetta æði fyrir plássi.
Kannski vegna hitans?
Já og til að lifa lífinu, olnbogarými. Þú kemur í hús og í stofunni eru
fjórir stólar á víð og dreif og síðan víðfeðmi.
Hérna kemur spurning sem er vel við hæfi: hvert er álit þitt á sakamála-
sögum?
144