Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 26
Tímarit Mdls og menningar dóttir mín? Það var þetta sem ég hafði á bak við eyrað þegar ég skrifaði fyrrgreint atriði. Ur því að hin bókmenntalega lausn á goðsögunni um Maríu er uppstigning með húð og hári, hversvegna skyldi ekki hið sama geta átt við persónu í sögu eftir mig? Eg tók því til óspilltra málanna en rak mig á að eitt er að komast að niðurstöðu og annað að útfæra hana í bók, þannig að lesandinn gleypi við henni. Mér tókst ekki með nokkru lifandi móti að koma henni til himna. Þangað til mér vitraðist að eina leiðin væri sú ljóðræna. Sem ég var að brjóta um þetta heilann, varð mér gengið út í garð, það var rok og kona sem annaðist þvotta fyrir okkur var í þann mund að hengja út á snúru; hún festi þvottinn upp með klemmum en þrátt fyrir það tókust klæðin á loft og ég aðstoðaði hana við að safna þeim saman og innleiddi síðan þvottinn í himnaför Remedíos fögru, búið spil. . . Varbandi dularfull fyrirbœri, hvert er álit þitt á undrum og stórmerkjum þessa heimshluta sem nefndur er karabíska svæðið og svo furðulegir hlutir eiga sér stað að evrópskur súrrealismi verður blátt áfram hlægilegur? Ég þekki karabíska svæðið, eyju fyrir eyju. Sama gegnir um Brasilíu. Það sem þú víkur að, á sér rætur í sögu Karabíumanna, þessi sambræðingur af sænskum, hollenskum og enskum sjóræningjum sem blandast innfæddum. Sú mannlífssúpa sem finnst á karabíska svæðinu er engu lík. A Martinique hef ég rekist á kynblending sem var með hunangslitt hörund, gríðarstór græn augu og í ofanálag hafði hún gylltan klút bundinn um höfuðið; ég hef aldrei séð neitt því líkt. I Curasaó hef ég rekist á sambræðslu af englending- um og svertingjum. Nei, ef maður lætur hafa sig út í að tala um karabíska svæðið, er maður glataður. Sjálfur kem ég frá Barranquilla og Cartagena og fyrir mér er höfuðborg Kólombíu ekki Bogota heldur Karakas. Þegar ég fer til Bogota þarf ég að skipta um föt bæði og tungumál. En Brasilía? Brasilía er karabísk. . . Veistu annars hver er mergurinn málsins með Karabíu? Hingað komu menn til að gera það sem var ekki hægt í Evrópu. Sjóræningjar, t.d. höfðu kabarett í Nýja-Orléans og komu þangað með kvensum sínum til að fá demantsfyllingar í tennurnar. Annað einkenni á Karabíu er fjarlægðin sem aðskilur hlutina og aðgreinir Karabíu frá afgang- inum af veröldinni. Bilið milli borða á veitingahúsi er meira hér en nokkurs staðar. Þetta æði fyrir plássi. Kannski vegna hitans? Já og til að lifa lífinu, olnbogarými. Þú kemur í hús og í stofunni eru fjórir stólar á víð og dreif og síðan víðfeðmi. Hérna kemur spurning sem er vel við hæfi: hvert er álit þitt á sakamála- sögum? 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.