Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 28
Gabriel García Marquez: Fegursta sjórekið lík í heimi (1968) Börnin sem fyrst sáu dökka og þögla þústina sem kom af hafi og færðist nær, ímynduðu sér að þar færi óvinaskip. Svo sáu þau að á þústina vantaði fána og reiða og héldu þá að þetta væri hvalur. En þegar hana hafði rekið upp í fjöru röktu þau utan af henni þang- flækjur, marglittuþræði og leifar af fisktorfum og skipbrotum og þá fyrst sáu þau að þetta var sjórekið lík. Þau léku sér að því allan eftirmiðdaginn, grófu það í sandinn og mokuðu síðan ofan af því aftur, þangað til einhver sá þau af tilviljun og lét boð út ganga til þorpsbúa. Mennirnir sem báru líkið í hús eitt nálægt ströndinni veittu því athygli að það var þyngra en nokkurt annað lík sem þeir þekktu, næstum jafnþungt og hestur, og þeir sögðu sín á milli að kannski hefði það flotið of lengi og vatn komist inn í beinin. Þegar þeir lögðu það frá sér á gólfið sáu þeir að þetta var lík af mun stærri manni en nokkur hafði áður þekkt, því það komst varla fyrir í húsinu, en þeir hugsuðu með sér að ef til vill væri það eðli sumra sjórekinna líka að halda áfram að stækka eftir dauðann. Það var af því sjávarlykt, og aðeins útlínurnar gáfu til kynna að þetta væru jarðneskar leifar mannveru, því hörundið var þakið brynju úr hringmunna og leðju. Þeir þurftu ekki að hreinsa framanúr líkinu til að komast að raun um að þetta var ókunnugt lík. I þorpinu voru ekki nema tuttugu hús, byggð úr kassafjölum og umkringd blómalausum steinportum og stóðu dreift, yst úti á eyðilegum höfða. Landrými var svo naumt, að mæðurnar lifðu í stöðugum ótta um að vindurinn feykti börnun- um burt, og við þá fáu sem dóu frá þeim í tímans rás var ekki annað að gera en fleygja þeim fram af klettunum. En hafið var kyrrt og örlátt og allir karlmennirnir komust fyrir í sjö bátum. Því var það, að þegar þeir fundu sjórekna líkið þurftu þeir ekki annað en horfa hver á annan til að ganga úr skugga um að engan vantaði. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.