Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 35
Peter Hallberg
„í túninu heima“
Lítil samantekt um æskusögu Halldórs Laxness
Skáldsaga „í ritgerðarformi“
Með Grikklandsárinu (1980) lauk Halldór Laxness við fjögurra
binda verk um æsku sína til tvítugs. Hinar bækurnar eru: I túninu
heima (1975), Ungur eg var (1976) og Sjömeistarasagan (1978). En
tvö síðastnefndu bindin voru gefin út í svo að segja öfugri röð, þar
sem Sjömeistarasagan fjallar um tímabilið á milli í túninu heima og
Ungur eg var.
Tveir þessara titla kunna að virðast ögn dularfullir. Hversvegna
Sjömeistarasagan} Til skilnings á því heiti vitnar Halldór í sögu sem
faðir hans sagði honum „um bónda fyrir ustan, mikinn bókabéus";
„sá var höfundur Sjömeistarasögunnar“. En einhvern tíma á túna-
slætti í brakaþerri, „þegar liðið var á dag og heyhirðíngin stóð sem
hæst, kastaði bóndi frá sér hrífunni og hljóp inní bæ svo mælandi:
Einhvers þarf Sjömeistarasagan við“. En þessi föðurlega viðvörun
hreif ekki á soninn: „Þá sagði ég föður mínum einsog var, að í
rauninni væri akkúrat svona komið fyrir mér: hver stund sem ég
hefði aflögu, og líka margar sem ég skólans vegna hefði ekki efni á
að glata, fóru í sjömeistarasögu mína, Barn náttúrunnar" (43).
Og Grikklandsárið? Höfundur, þá átján ára, segir okkur í þeirri
bók frá ætlun sinni að fara til Grikklands með skipi sem „flutti
saltfisk til miðjarðarhafshafna, þarámeðal til Piræus“ (111), til þess
að læra grísku og ferðast um þetta fornfræga land með asna klyfjað-
an töskum. I dönsku listasafni hafði hann nefnilega séð „ ,gullfallegt
málverk' , einsog landar segja, af bónda með asna í taumi á Grikk-
landi í sólskini“ (114). En þegar hann kemur um borð í skipið „með
klyfsöðulinn á bakinu" og gerir boð fyrir brytann, snýr sá honum
aftur í land með „heldur þörfum athugasemdum um landeyður sem
lægju uppá mæðrum sínum, fátækum ekkjum, auk þess sem þeir
3
153