Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 50
Tímarit Máls og menningar dökkbláum sokkum, stuttbuxum“ og „með hvítan kraga útá axlir“ (211) hefur Laxness einsog kunnugt er síðarmeir sýnt mikinn áhuga á myndlist og skrifað talsvert um hana. En þá hefur að vísu ekki verið um kubba, klömbruhnaus og hellenskar gyðjur úr gifsi að ræða, heldur mest um nútíma málaralist. En umfram allt laukst heimur bókmenntanna upp fyrir honum. A einhvern hátt komst hann yfir ósköpin öll af bókum, fyrst á heimili sínu og gegnum lestrarfélag þar í sveit. Og hann var alæta á þessu sviði, las allt sem til féll: Islendingasögur, þjóðsögur, Þúsund og eina nótt, þýdda erlenda reyfara, en einnig bækur eftir til dæmis Björnson og Ibsen á frummálinu. Af söngbókum á heimilinu lærði hann danskar, norskar og þýskar vísur. Tilvitnanir hans sýna hvað þetta hefur orðið honum minnisstætt. Um leið og lesandinn fær hér forvitnilega mynd af bókmennta- legu sjálfsuppeldi Halldórs er oft bætt við skemmtilegum athuga- semdum um lestrarefnið. Þannig segist hann aldrei hafa skilið symbólík né þesskonar tossakver sem segir A=B. Einkanlega var mér uppsigað við bækur ef ég fann á lesmálinu að í staðinn fyrir að segja mér sögu átti að kenna mér eitthvað fallegt og gott. Til dæmis byrjar saga á því að segja frá ormi sem varð að manni, og reyndar er hrífandi hugmynd; en þegar komið var dálítið frammí lesmálið kom uppúr dúrnum að þetta var saga til að kenna manni að þekkja á klukku og endaði á margföldunartöflunni. Slíkt er svik og prettir í skáldsögu. (T 132) Svipuð eru viðbrögð hans við ævintýrum H. C. Andresens: Mart er í ævintýrum Andersens eintómur fjasgefinn áróður fyrir almennri meðalhegðun, dæmisögutónninn minnir á jarm í sauðfé; skólakennaramærð í sögulíki snart mig ævinlega einsog ég hefði gruflað í eitthvert béað klístur, samanber ævintýrið um orminn, þegar átti að narra lesandann til að læra á klukku. (133) Ef hér er rétt lýst afstöðu drengsins, þá má segja að sá sem semur þessa æskusögu sé honum sammála. Neikvæð skoðun hans á öllum áróðri í söguformi birtist til dæmis í eftirfarandi yfirlýsingu; sem oftar á þessum blöðum ber höfundurinn saman fortíð og nútíð: 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.