Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 53
„I túninu heima “ hvíslað að honum „utanúr alheimi þessum orðum: þegar þú verður sautján ára muntu deya“. „Sem betur fór voru tíu ár til stefnu.“ Sjömeistarasagan hefst vorið 1918. Halldór er „semsé orðinn sextán vetra og lítill tími til stefnu“: „Ekki var ég fyr kominn heim af gagnfræðaprófi þetta vor en ég tók til óspiltra mála að skrifa þá bók sem á reið að eftir mig lægi þegar liði upp af mér, vonandi í leiftri af himni, næsta vor.“ (7—8) Það kann að virðast í meira lagi dramatísk sviðsetning. En um þetta kemst höfundurinn nú svo að orði: „Hve sterkur hreyfill vitrun mín forn um bráðan dauða hefur verið í þessari æðisgengnu bókmentastarf- semi skal ósagt látið. / . . . / Þó efast ég aldrei um þann þátt sem vitrunin átti í að ýta mér á stað.“ (72—73) Þennan vetur sem Halldór sat í fjórða bekk Menntaskólans, skrópaði hann óspart úr kennslustundum, þar sem hann var önnum kafinn að ganga frá testamenti sínu. Um þetta leyti voru menn byrjaðir að taka eftir Halldóri frá Laxnesi, enda hefur sjálfsagt kvisast í bænum um tilvonandi skáldsögu hans. Einu sinni þegar hann gengur út úr veitingahúsinu Uppsalir síðla kvölds verður honum samferða Olafur Friðriksson Möller, „sá með hafurskeggið, og komið hafði með bolsévisma til Islands". Olafur hafði aldrei yrt á hann fyrr, en nú segir hann við hann upp úr þurru: „Með leyfi um hvað er sú skáldsaga?" Halldór lýsir gangi sögunnar í fáum dráttum. „Takk, sagði Olafur Friðriksson. Semsé frá Rousseau til Tolstoj. Gat verið verra.“ Þetta er reyndar laggóð lýsing á eðli þessarar bókar. En þegar Olafur er kominn „einsog tíu skref burtu“, snýr hann sér á hæli og kallar: „Af hverju ekki Voltaire úrþví þér hafið Rousseau? Og af hverju ekki Lenín og Trotskí?/ . . ./ Annars eigið þér á hættu að verða á eftir tímanum." (75-76) Nú, eftir öll þessi ár, finnst manni slík áskorun hafa verið nokkurskonar spádómur. En spekingar einsog Voltaire og Marx áttu eftir að setja um langt skeið svip sinn á skoðanir og rit Laxness frekar en Rousseau og Tolstoj. Bókin um eigin Sjömeistarasögu Halldórs endar á þann hátt sem festist í minni lesandans, um leið harmþrunginn veruleiki og dæmi um handbrögð skálds. Seint eitt sumarkvöld, þegar hann kemur heim til sín í Reykjavík, er nágranni úr Mosfellssveit og mikill vinur föður hans kominn í bæinn og réttir honum nú bréf frá móður hans, dagsett formlega „Laxnesi, 19. júní 1919“: 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.