Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
„Halldór minn,“ (hún hafði aldrei nefnt mig með fullu nafni fyr)
„faðir þinn andaðist í morgun. Mig lángar að þú komir heim.
Mamma þín.“
Þessa björtu nótt um sólstöður reið ég ásamt nágranna okkar
Sveini í Túngu heim til mín í dalinn. (226)
En fáum dögum áður, þegar feðgarnir skildu í kirkjufordyri að
lokinni guðsþjónustu heima í sveitinni, hafði sonurinn beðið föður
sinn að hlaupa undir bagga með prentkostnað skáldsögu sinnar, og
fengið svarið: „Það verður litið til þín Dóri minn.“ (222) Ekki að
undra þó að þessi síðustu orð föður hans við hann hafi orðið honum
ógleymanleg.
Að föður sínum látnum hætti Halldór fyrir fullt og allt við nám í
Menntaskólanum og fór til útlanda; fyrsti áfanginn varð
Kaupmannahöfn. En fyrst hafði hann látið opinberlega til sín taka
heima fyrir, með upplestri úr handritinu að skáldsögu sinni í
samkomuhúsinu Bárubúð að kvöldi 12. maí 1919. „Með því að kalla
á þjóðina og fá af henni bergmál, vonaðist ég til að ekki aðeins
mundu mér upplúkast vitranir um hver ég væri, heldur hvaðan ég
væri og hvert ég ætlaði.“ (206)
En undirtektir voru daufar, að sögn höfundarins: „Einginn við-
staddur þakkaði höfundi fyrir tilraun hans. Ekkert dagblað merkti
hjá sér daginn, hvort eða hvernig skemtunin hefði farið fram. Af
þögninni mætti ráða að þessi skemtun hafi farist fyrir.“ (215) En við
vitum nú að bergmál þjóðarinnar við rödd Halldórs Laxness átti
eftir að verða svo sterk og fjölbreytt að furðu gegnir.
Seinna sama ár birtist skáldsagan Barn náttúrunnar eftir Halldór
frá Laxnesi í Reykjavík að honum fjarstöddum. Nú var rithöfund-
arferill hans hafinn í alvöru. Enda var eitt fyrsta verk hans þegar
hann var kominn í vist hjá Scheuermannshjónunum í Höfn að láta
prenta handa sér nafnspjöld og festa eitt á dyrnar, „öllum til
viðvörunar sem leið áttu inn gaungin á 3ðju hæð í Stóru Kóngs-
insgötu 96“: „Halldór frá Laxnesi poéta“. Héðan af fáum við í þessari
æskusögu mynd af ungum manni sem einbeitir sér við lífsverk sitt.
Eftir fáeina mánuði í Höfn hefur hann — seytján ára gamall —
fengið birtar þrjár smásögur eftir sig í sunnudagsblaði Berlingske
Tidende, samdar á dönsku.
172