Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 72
Tímarit Mdls og menningar En Gúðmúnsensbúð er ekki búin að sleppa hendinni af Georg úr Hringjarabænum. Næst sendir Gúðmúnsen hann til náms í svína- sláturhúsi í Kaupmannahöfn. Georg virðist hafa megnasta viðbjóð á þessu fyrirtæki en hann er bæði ósjálfstæður og óráðinn í því hvað hann á að gera. Og sannarlega á hann ekki margra kosta völ í Reykjavík aldamótanna. Tveir gamansamir Danir, Jensen sláturmeistari og kringlugerðar- forstjóri úr Alaborg, segja Gúðmúnsen að skjólstæðingur hans geti öskrað hærra en ellefu hundruð svín sem verið er að slátra. Og þegar Guðmúnsen fær „lítilsháttar veður“ af því að þeir ætli að kosta Georg til söngnáms í framhaldi af þessu ákveður hann að verða fyrri til. Gúðmúnsen er ættsmár, ómenntaður og menningarsnauður og hann veit það. Hann pínist af minnimáttarkennd gagnvart latínu- lærðum fátæklingunum í bænum en einkum þó gagnvart hinni ættstóru konu sinni. Faðir Gúðmúnsen, Jón Guðmundsson, hófst til efna með því að svelta sig, nota vinnulaunin til að kaupa brennivín sem hann selur síðan félögum sínum á margföldu verði (246). En þó að auðsöfnun af þessu tagi hafi dugað vel til að koma fótunum undir útgerð og verslun þeirra feðga vill Gúðmúnsen ekki gera sig ánægðan með að vera nirfill eins og faðir hans. Hann hugsar hærra. Gvendur Gúðmúnsen er „stórhuga athafnamaður“ — eins og sagt er. Hann vélvæðir útgerðina og stofnar banka en það er heldur ekki nóg. Það liggja bæði persónulegar og pólitískar ástæður að baki þeirri ákvörðun Gúðmúnsen að fjárfesta í listamanni. „Nú þarf að fara að koma menníng“ (258) segir hann. Og sú menning sem Gúðmúnsen hugsar sér á ekkert skylt við sveitapresta einsog Snorra á Húsafelli eða dóna einsog Egil Skallagrímsson. Sú menning sem Gúðmúnsen vill fá á að vera dýr, fín, alþjóðleg menning og hann er tilbúinn til að borga brúsann. En Gúðmúnsen væri ekki sannur fulltrúi stéttar sinnar ef hann væri tilbúinn til að borga mikið fyrir brúsann. Hann væri heldur ekki sannur fulltrúi sinnar stéttar ef hann ætlaðist ekki jafnframt til að fá töluvert fyrir snúð sinn. Hann vill gjarna koma sér upp ímynd listvinar og „gáfaðs framfaramanns“ og Garðari Hólm er ætlað að sjá um það: 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.