Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 76
Tímarit Máls og menningar Georg Hansson verði aldrei slaufa á hann og saltfisk hans erlendis. Tvisvar leiðir hann Garðar fram hér heima til að sýna að hann sé til en svo verður hann leiður á honum. Auk þess lætur litla fröken Gúðmúnsen ekki að stjórn og fullyrðir að hún sé trúlofuð Garðari (sbr. 303). Hann kallar því Georg heim í þriðja sinn til að hætta þessum leik. Gúðmúnsen býður þeim Alfgrími og Garðari Hólm á fjölskyldu- og vinafund í „hótel de la Gvendur“ kvöldið áður en Garðar á að syngja opinberlega í fyrsta sinn. Með því á ef til vill að villa mönnum sýn, telja þeim trú um að Gúðmúnsen sé vinur Garðars og allt sé með felldu í sambandi þeirra. Með því móti fellur minnstur grunur á Gúðmúnsen hvað sem kann að gerast því að Gúðmúnsen veit mæta vel að Georg mun ekki syngja þetta kvöld: Með leyfi að spyrja, haldið þér að ég sé eitthvert fífl, eða hvað? Haldið þér að ég hafi ekki vitað að Georg Hansson mundi skrópa? (302) Og Gúðmúnsen hefur gert sínar ráðstafanir: Þér kaupmaður, sem þekkið Garðar Hólm svo vel, sagði ég, datt yður í hug að hann mundi nokkru sinni fara uppá pallinn í kvöld að sjálfum sér óviljuðum? Auðvitað ekki, sagði kaupmaður Gúðmúnsen. Afturámóti sagði ég honum að ég mundi láta höfuðsitja hann kríngum allan Faxaflóa; og ef hann reyndi að komast í skip mundi hann verða handtekinn fyrir svik. (303) Hringurinn hefur þannig verið þrengdur um Georg Hansson. Gúðmúnsen ætlar að krossfesta mann á fimmtugsafmæli Búðarinn- ar. Það var verið að festa upp sveiga úr léreftsblómum og laufgreinum hér og hvar á Gútemplarahúsið innan og utan, svo fáráðlíngur sem aldrei hafði góðu vanist nema í bibblíumyndunum gat ekki að sér gert þó honum dytti í hug pálmdróttinsdagur.(288) Daginn eftir koma þeir með veraldarsöngvarann á börum neðan af bryggjunni og Alfgrímur syngur yfir moldum hans. Það er ein af þessum smærri jarðarförum. 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.