Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 76
Tímarit Máls og menningar
Georg Hansson verði aldrei slaufa á hann og saltfisk hans erlendis.
Tvisvar leiðir hann Garðar fram hér heima til að sýna að hann sé til
en svo verður hann leiður á honum. Auk þess lætur litla fröken
Gúðmúnsen ekki að stjórn og fullyrðir að hún sé trúlofuð Garðari
(sbr. 303). Hann kallar því Georg heim í þriðja sinn til að hætta
þessum leik.
Gúðmúnsen býður þeim Alfgrími og Garðari Hólm á fjölskyldu-
og vinafund í „hótel de la Gvendur“ kvöldið áður en Garðar á að
syngja opinberlega í fyrsta sinn. Með því á ef til vill að villa mönnum
sýn, telja þeim trú um að Gúðmúnsen sé vinur Garðars og allt sé
með felldu í sambandi þeirra. Með því móti fellur minnstur grunur á
Gúðmúnsen hvað sem kann að gerast því að Gúðmúnsen veit mæta
vel að Georg mun ekki syngja þetta kvöld:
Með leyfi að spyrja, haldið þér að ég sé eitthvert fífl, eða hvað?
Haldið þér að ég hafi ekki vitað að Georg Hansson mundi skrópa?
(302)
Og Gúðmúnsen hefur gert sínar ráðstafanir:
Þér kaupmaður, sem þekkið Garðar Hólm svo vel, sagði ég, datt
yður í hug að hann mundi nokkru sinni fara uppá pallinn í kvöld að
sjálfum sér óviljuðum?
Auðvitað ekki, sagði kaupmaður Gúðmúnsen. Afturámóti sagði
ég honum að ég mundi láta höfuðsitja hann kríngum allan Faxaflóa;
og ef hann reyndi að komast í skip mundi hann verða handtekinn
fyrir svik. (303)
Hringurinn hefur þannig verið þrengdur um Georg Hansson.
Gúðmúnsen ætlar að krossfesta mann á fimmtugsafmæli Búðarinn-
ar.
Það var verið að festa upp sveiga úr léreftsblómum og laufgreinum
hér og hvar á Gútemplarahúsið innan og utan, svo fáráðlíngur sem
aldrei hafði góðu vanist nema í bibblíumyndunum gat ekki að sér
gert þó honum dytti í hug pálmdróttinsdagur.(288)
Daginn eftir koma þeir með veraldarsöngvarann á börum neðan af
bryggjunni og Alfgrímur syngur yfir moldum hans. Það er ein af
þessum smærri jarðarförum.
194