Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Side 91
Breytileiki lífsins Skömmu síðar hittast þau Arnaldur aftur eftir langan aðskilnað, kvöldið sem verkalýðsfélagið er stofnað á Oseyri. Þá biður Salka um orðið, og um leið er eins og sögumaður horfi frá sjónarhóli Arnalds og lýsi henni með hans orðalagi, skáldlegur í aðra röndina en fordómafullur í hina, og er lýsingin öll byggð upp á andstæðum. Freistandi væri að koma með þessa lýsingu í heilu lagi, en vegna þess hve löng hún er vísast á bls. 297 í bókinni. í lok lýsingarinnar stendur: „Það var einsog aðrar konur máðust burt.“ Sú lýsing sem Arni vísar líklega óbeint til í orðum sínum ívitnuðum er enn ein, einnig frá sjónarhóli Arnalds og með hans orðfæri, þegar þau ganga út saman í fyrsta sinn: „Sá sem hefði eignað henni þokka og fegurð, hlaut um leið að gera uppreist gegn þeim hugtökum er í orðunum felast einsog þau eru alment skilin. Hún var ljót.“ (399) En almennur skilningur nægir engan veginn þegar Salka á í hlut og sögumaður heldur áfram: En í hinu sterka og upprunalega andlitsfalli hennar bjuggu allir kostir þeirrar seltu sem er og verður í sjónum meðan hann fellur uppað ströndinni. I augum hennar og munni bjó allur heiðindómur og allt tilhaldsleysi lands sem upphaflega var fyrirhugað gráyrjóttum selum og hinum kaldlyndu væng- breiðu mávum hafsins. / . . ./ Hún hélt annarri hendi um ökla sér, en hinni um strá sem hún var að tyggja, og horfði útá sjóinn, og barmur hennar lyftist og sé reglulega einsog lognaldan, landslagið samrunnið persónu hennar, eðli veðranna andardráttum hennar. Eftir mínum skilningi lýsir sér sérstæð aðdáun sögumanns í þessum orðum. Hann skilur ekki alveg hvers vegna, en hann heillast af þessari stúlku og hann gerir hvað hann getur til að skila þeirri einkennilegu og uppreisnargjörnu tilfinningu til lesandans: furðu sinni og aðdáun þegar hefðbundnar reglur um kvenlega fegurð hljóta að liggja í valnum. Árni telur að Arnaldi finnist vafasamt hvort hægt sé að kyssa Sölku Völku en vitnar ekki í bókina máli sínu til stuðnings. Ég finn þessum orðum hans engan stað í sögunni, en hins vegar stendur þar: „Hitt gat aftur talist vafamál hvort hún kynni að kyssa, því hún opnaði aðeins munn sinn og lokaði augunum.“ (414) Eins og öllum er ljóst er það tvennt ólíkt að kunna ekki að kyssa og að vera þannig að það sé ekki hægt að kyssa mann. Ekki siðprúð saga í kaflanum um bækur í Alþýðubókinni (1929) gefur Halldór Laxness lýsingu á borgaralegu skáldsögunni eins og hún kom honum fyrir sjónir á þeim tíma og segir meðal annars (11 — 12): 209
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.