Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Page 122
' Tímarit Máls og menningar „borginni okkar“ í bókinni. Borgin er því eins konar stef allra sagnanna. Þetta gerir Vésteinn einnig í Sólarblíðunni, barnabókinni sem út kom á síðasta ári. A kápusíðu er mynd eftir Robert Gu- illemette sem sýnir á kolsvörtum grunni borgina okkar. Hús hennar standa við götur sem liggja í hringi svo að úr verð- ur völundarhús sem torvelt hlýtur að vera að rata úr. Góð hugmynd það og augljósrar merkingar. Sögur Vésteins hafa alvarlegan og tímabæran boðskap að flytja. Frjótt í- myndunarafl hans og stílgaldrar gera sögurnar skemmtilegar aflestrar og stundum verulega fyndnar. Og þær hafa þann ótvíræða kost að þeim vex ás- megin við hvern lestur. Þess vegna eru þær góss í bókahillum og á náttborðum. Svo er ágætt að dvelja við það um stund að við séum í miðju ævintýri, að vísu á versta stað, en brátt muni rofa til og borgin verða okkar án þess að það sé þversögn. Þórður Helgason FARIR GUÐJÓNS HOLÓTTAR Einar Kárason sendi 1979 frá sér ljóðabókina Loftræsting með undirtitl- inum Farir mínar holóttar I. Upphafs- ljóði bókarinnar Sjálfsgagnrýni í fleir- tölu svipar nokkuð til megininntaksins í skáldsögu hans sem kom út á síðasta ári, Þetta eru asnar, Guðjón (M. M. 1981). í báðum verkunum eru nefnilega tekin í karphúsið þau gengi Reykjavíkurung- menna sem eru alltaf á móti hákúltúrnum dýrka háþróaða framúrstefnulág- menningu og hrærast í alþýðusnauðri alþýðufræði (...) fatta ekki skilningsleysi alþýðunnar meðan hrósið „vá þú ert snillingur!" og hvatningarnar ganga endalausa hringi kringum borðið á kaffihúsinu. (Loftræsting, 7—8) En í sögunni segir höfundurinn ekki frá í eigin persónu, heldur eru frásagnarað- stæður með þeim hætti að sögumaður- inn Guðjón Guðjónsson, 22 ára Reykvíkingur, rifjar upp sl. tvö ár í lífi sínu eða frá því hann lauk stúdentsprófi og þar til hann í bríaríi stelur báti ásamt félaga sínum til að komast burt af landinu, frá sjálfum sér og „döprum og tætingslegum hugboðum . . .“ (8). Upp- rifjunin á sér stað í þessari glæfralegu sjóferð sem er eins konar rammi um frásögnina, þ.e. fyrsti og síðasti kafli, auk tveggja innskotskafla, (IX og XVIII). Guðjón útskrifaðist úr menntaskóla með 3. einkunn og hefur þá lengi verið haldinn skólaleiða. Hann og félagar hans hafa engar fastmótaðar skoðanir á því hvað við tekur að loknu hálfsmán- aðar fylleríi eftir prófin. Þeir reyna þó að fálma eftir óskilgreindu frelsi sem einna helst felst í að neita að tileinka sér borgaralegt gildismat, svokallað. Þannig felst dauðasyndin í kjarnafjölskyldubú- skap í tveggja herbergja blokkaríbúð, og fastri stöðu. Nei, þeir vilja vera góðir búsarar, flakka og flippa, fá aksjón í lífið og ekkert kellingavesen, því giftur maður er glataður maður. Eða eins og Guðjón segir við félaga sinn Lúlla í lok þessa hálfsmánaðar eftirprófshiksta: . . .flakkarar flipparar og farandverkarrienn, já það er lífið 240
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.