Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar
Veröldum um veginn farna
vísar jafnt og mönnum leið
sjöföld en þó samein stjarna;
sjálfri’ er henni’ ei markað skeið.
Verður skyggn, að sólu setztri,
sál, er losnar holds við ok;
stjarnan skæra skín í vestri,
skoða’ eg hana í vökulok.
Að skipulagi til má deila þessu kvæði niður í þrennt: Fjórar fyrstu
vísurnar lýsa hugmyndum skáldsins um víðáttur og eðlislög stjörnu-
geimsins, eðlislög bundin guðlegu valdi, án þess kveðið sé á um,
hvar í geimnum það vald eigi sér óðal. Enginn lifandi maður, segir
þar, eygir berum augum gjörvöll stjörnukerfin, sem þyrlast hring
eftir hring í óravíðum geimnum, hvert um sína meginsól. Þau
virðast ,frjáls ferða sinna', en eru seld undir lög sem hinn hæsti
höfuðsmiður setti þeim í árdaga — einnig halastjörnurnar, sem
margur óttaðist öðru meira og trúði að yllu heimsendi einn vondan
veðurdag.
Annar efniskaflinn spannar fimmtu, sjöttu og sjöundu vísu. Þar
segir afdráttarlaust, að í Halcýóne sé veraldarmiðjan, hásæti skapar-
ans, þar sitji „hann sjálfur“; um Halcýóne hverfist sérhver sól, sama
hve fjarlæg hún er, ásamt fylgihnöttum, þangað og þaðan liggi
himinbrautir allar og mannavegir; sjöföld stjarnan, en þó samein, sé
vegvísir alls efnis og alls anda:
Veröldum um veginn farna
vísar jafnt og mönnum leið ...
en er hafin yfir lögmál annarra himinhnatta:
sjálfri’ er henni’ ei markað skeið.
Síðasta efnisþátt kvæðisins geymir niðurlagsvísan. Þar speglast
þrennt hvað í öðru: I fyrsta lagi er sú fallega nærmynd, að skáldið
gangi út á hlaðið heima hjá sér í kvöldvökulok að horfa til Sjöstjörn-
unnar á vesturhimni, þaðan sem guð stjórnar öllu hátt og lágt — og
er jafn eðlilegt eins og að skyggnast eftir hestum fyrir utan tún. I
518