Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 82
Tímarit Mdls og menningar
skemmtibókmenntir. En af hverju morð og manndráp, af hverju akkúrat
sakamálasögur?
Nú má það liggja milli hluta hvernig nánar sé háttað samhengi
skemmtibókmennta á okkar dögum við sagnaskemmtun fyrri alda. En ég
hef það fyrir satt að sakamálasagan eins og við þekkjum hana nú á dögum,
sem vöru á bókamarkaði, komi fyrst upp á öldinni sem leið og sé í eðli sínu
ólík fyrri tíðar frásögnum um sakamál, um glæp og refsingu. Um gildi
hennar fyrir lesandann eru ýmsar kenningar á lofti. Sumir segja að hún veiti
ómeðvitaðri árásarhvöt okkar meinlausa útrás; aðrir að hún sé til þess fallin
að sefa í svip ósjálfráða sektarkennd sem við ölum með okkur; þeir eru líka
til sem halda því fram að hún sé beinlínis samin í því skyni að ljúga okkur
full, innræta okkur allskyns fordóma um það samfélag, þjóðfélag, heiminn
sem við byggjum.
Sakamálasagan er þá sem bókmenntagrein, sumir segja að hún byrji hjá
Edgar Allan Poe, beinlínis sprottin af samfélagsháttum nútímans og þróast
og breytist með þeim. Hún kemur til í hinu borgaralega og iðnvædda
afkasta- og neysluþjóðfélagi okkar daga sem engum einstaklingi er auðið að
hafa yfirsýn yfir, en manngildi mælist á kvarða borgaralegs frama og
farsældar. Við vitum að vísu aldrei fyrir víst hvar við erum sett í þessum
heimi, né hvaða voði steðjar að velferð okkar á hverjum tíma. Hitt vitum við
að hús okkar er reist á sandi; háski vofir yfir; enginn er nokkru sinni
óhultur. Um það er veruleikinn sjálfur, heimurinn eins og hann er, nógsam-
lega til vitnis. Ef hæfa er í þessu skýrir það af hverju innbrot, bílstuldir eða
smygl, skattsvik og fjárdráttur verða aldrei nægjanleg yrkisefni í sakamála-
sögum, en morð verður að vera. Líkið í sögunni, hinn bráði dauði er
árétting þess að háskinn verður ekki umflúinn né afstýrt en vofir yfir okkur
öllum, hvar og hvenær sem er. Ef njósnasagan er að taka við af sakamála-
sögunni sem aðalform spennusagna stafar það með eðlilegu móti af því að
heimurinn hefur minnkað og heimsmyndin þar með breyst. Þorp eða borg
hinnar hefðbundnu sakamálasögu rúmar ekki lengur háskann sem yfir vofir,
en til þess þarf alþjóðlegt sögusvið; brot gegn eignarréttinum, einkalífi
nægir ekki til að tjá samsærið gegn velferð okkar sem hver slík saga lætur
uppi og kveður jafnharðan niður; það er orðið miklu víðtækara en svo.
Þessi getgáta skýrir jafnharðan þörf sakamálasögunnar fyrir „raunsæi": til
að okkur gagnist hún þurfum við að geta gert okkur hana að góðu, allténd á
meðan við lesum, sem einhverskonar eftirmynd umheims og veruleika. Að
þessu leyti er sakamála- og njósnasögum öðruvísi háttað en ýmsum öðrum
aðalgreinum skemmtibókmennta, þótt einnig þær séu jafnan ortar úr efnivið
veruleikans. Tilfinningasögur láta tam. uppi heimsmynd í skýrustu and-
stöðu við raunheim lesandans: þær tjá veruleika handan veruleikans, ríki
576