Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 83
Eins og á vígvelli tilfinninganna, undirorpið mætti þeirra og dýrð, alveg öfugt við hversdagslíf lesandans. Ef spennusögur spretta af öryggisleysi okkar í heiminum eins og hann er, tjá tilfinningasögur draum okkar um óhulta tilveru. Þessvegna eru ástarsögur einatt settar niður fjarri lesandanum í tíma eða rúmi eða hvortveggja, hvortheldur á meðal greifa og barúna í fyrri daga, eða auð- og tískufólks nú á dögum, úti á eyju eða upp til fjalla. Hvað um það: svo mikið er víst að velflestar sakamálasögur byrja í umhverfi þar sem ríkir ró og spekt, friður ef ekki farsæld. En allt í einu er voðinn vís: það liggur allt í einu lík á stofugólfinu prestsins. Eitthvað er að í samfélagi sögunnar, sjúkdómur eða brjálsemi brýst út á yfirborði þess. Þetta er alveg glöggt hjá til dæmis Sjöwall og Wahlöö, hverri sögu af annarri. í einhverri þeirra bestu sögu, Löggan sem hló nefnist hún í íslensku útgáf- unni, kemur allt í einu maður askvaðandi ofan af efra lofti í strætisvagni og skýtur til bana hóp blásaklausra farþega. I annarri, Maður uppi á þaki, er allt í einu maður farinn að skjóta ofan af húsþaki í miðri borginni á hvaðeina sem hann sér, ef það bara er í einkennisbúningi. I hefðbundinni sakamálasögu er voðanum afstýrt, sök og synd útrýmt, sögunni lýkur í ró og spekt eins og hún byrjaði. Nema nú steðjar ekki lengur nein hætta að heimi hennar. En að vísu er þessi sögulausn aðeins í orði kveðnu. I ensku sakamálasögunni, frá Arthur Conan Doyle til Agöthu Christie, hvað þá þeirri amerísku, hjá höfundum eins og Hammett og Chandler, eða í lögreglusögum Ed McBains, er það auðvitað ævinlega deginum ljósara að eiginlegum orsökum glæpsins, brjálseminnar, sjúkdóms- ins var aldrei útrýmt; að þessvegna getur ný saga byrjað strax að þessari lokinni. Sherlock Holmes tókst ekki einusinni að fyrirkoma erkióvini sínum, dr Moriarty, þótt hann steyptist sjálfur til heljar með hann í fanginu. Poirot, Marlowe, Maigret munu fyrir víst jafnan hafa nóg að starfa. I klassískri sakamálasögu er jafnan gengið út frá heiminum eins og hann er sem hinum eina rétta heimi. Glæpurinn í sögunni er brot gegn eðli hans og þar með gegn farsæld og öryggi okkar sjálfra sem lesum söguna. Hetja í slíkri sögu, hvortheldur er skrýtni útlendingurinn, Hercule Poirot, ameríski harðjaxlinn, Philip Marlowe, eða einrænn og íhugull lögreglufulltrúi, M. Maigret, er jafnan okkar eigin fulltrúi í slíkum sögum. Hann er okkar maður vegna yfirburða sinna, andlegra eða líkamlegra, sem við vildum að væru okkar; og vegna þeirra lífsgilda sem hann aðhyllist og jafnan eru okkar, hvortheldur er tísku- og neysluhyggjan og allsherjar töffaskapur í James Bond, ofstækið í Mike Hammer, eða þá mannúðarstefna, fé- lagshyggja og um síðir sósíalismi hjá Martin Beck, Kollberg og Gunvald Larsson í Sögu um glæp. Söguhetjan í sakamálasögu er jafnan málsvari okkar lesenda og okkar heims, heimsins eins og hann er eða á að vera; TMM VI 577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.