Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar strunsaði hún útúr búðinni og skellti á eftir sér. Þá flissuðu kallarnir ennú meira og sumir hlógu svo sást oní kok á þeim. — Þið flæmið frá manni viðskiptavinina afstyrmin ykkar, sagði Óskar búðarmaður, en sjálfur flissaði hann þannig að dökkur taumur seig niðurúr hægra munnvikinu. — Abyggilega góð aftanfrá, sagði einn á kössunum. — Varla verri að framan, sagði annar. Þannig voru þeir vanir að sitja á kössunum í göllum sem aldrei voru bláir lengur en tvo daga, reykja, éta kókosbollur og súpa gosdrykki og voru oft alminlegir við krakkana, en ef úngar konur birtust flissuðu þeir og engdust einsog þeir hefðu gleypt lifandi ánamaðk og krotuðu með tússpennum eða blýöntum milli læranna og á brjóstin á kvenmönnunum á auglýsíngaspjöldunum á veggjun- um, og Óskar skammaðist yfir eyðileggíngunni á spjöldunum, en öskraði samt manna hæst af hlátri þegar hann las ýmislegt undarlegt á myndunum einsog til dæmis: „Hefur bitið kónginn", eða: „Setur upp stút“. Drengnum leiddist þetta fliss og kjaftæði og fannst ólíkt skemmtilegra að heyra þá hnakkrífast um pólítík og hrópa hver að öðrum: „Það ætti að senda þig til Síberíu helvítis bolsévíkahundurinn þinn“, eða: „skríddu uppí rassgatið á atvinnurekendum, þar áttu heima innanum annan njálg“. Kallarnir urðu stundum bláir og bólgnir í framan af bræði og einusinni hafði einn hrist kókflösku og sprautað innihaldinu framaní annan sem hafði þotið á lappir einsog byssu- brenndur og þeir höfðu rokið saman og slegist á gólfinu einsog óðir hundar og rifið í hárið hvor á öðrum og ekki hætt að skyrpa og hvæsa fyrren búið var að halda þeim lengi hvorum í sínu horni og tala vandlega um fyrir þeim og taka af þeim hátíðleg loforð um að hætta slagsmálum. Loksins var Óskar búinn að telja kökurnar í pokann og lokaði stampinum vandlega einsog hann væri fullur með gull og gersemar. Hann snéri sér að drengnum og spurði: Hvar á nú að leggjast niður og kýla á sér vömbina? Drengurinn svaraði ekki, en rétti fram höndina eftir pokan- um. — Hvar verða menn sér úti um stórfé til kexkaupa á þessum síðustu og verstu tímum? spurði Óskar og beindi máli sínu til kallanna. 546
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.