Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 95
Eins og á vígvelli
var hann í Morðið á ferjunni sjúkur maður og ósjálfráður gerða sinna; og
vera má að aðferðir lögreglunnar að handsama hann hafi á sínum tíma ekki
staðist ströngustu kröfur um réttvísa málsmeðferð. Samt sem áður var hann
talinn sakhæfur og látinn afplána dóm sinn í fangelsi. En hann hefur ekki
hlotið neina bót hvað þá betrun í fangavistinni né hefur samfélagið fyrirgef-
ið honum brot hans: þegar hann bendlast á ný við sakamál beinist óvild,
tortryggni, hatur að honum upp á nýtt. Munar minnstu að takist að koma á
hann sökinni, einungis af því að hann hafði áður gerst sekur um kynferðis-
glæp. Hver veit hvernig farið hefði ef þeir Martin Beck og Kollberg hefðu
ekki þóst standa í óbættri sök við manninn? I öllu falli er það þeim að þakka
og yfirburðum þeirra í starfi sínu, innsæi í mannlegt eðli, skarpskyggni á
sakarefni, ef hann sleppur óskemmdur að kalla frá hinu seinna morðmáli.
A sama máta vitrast þeim Kollberg, Rönn, Gunvald Larsson þegar af
fyrstu kynnum af máli hans að Ronni Kasparsson, hundeltur af blöðunum
og lögreglunni í Polismördaren, sé í rauninni alsaklaus af dauða lögreglu-
mannsins; umkomulaus unglingspiltur sem lent hefur upp á kant við kerfið.
Nema það sé Ronni og hans nótar í sögunni sem í rauninni skilja samfélag
hennar réttum skilningi og hafa þessvegna hafnað reglum þess. Það gerir í
öllu falli Rebekka Lind berum orðum í Terroristerna, orðin einskær píslar-
vottur hins rangláta samfélags þar sem ekkert rúm er fyrir hana og hennar
líka.
Aðalefnið í Terroristema er að vísu viðureignin við Heydt hermdarverka-
mann, svo náskyldan og nauðalíkan sjakalanum í sögunni eftir Frederick
Forsyth, The Day of the Jackal. Hann er endanleg persónugerving hins illa í
sögunni, verkfæri þess í mannlegri mynd, og auðvitað eftir því háskalegur
viðskiptis. A bak við hann ber uppi, eins og áður bakvið leigumorðingjann í
Brunahíllinn sem týndist, óskilgreint alþjóðlegt glæpasamfélag. Ætli það sé
ekki í rauninni eitt og sama samfélag og lögregluríkið í sögunni og þar með
sænska velferðarsamfélagið? Þegar hér er komið er löngu búið að leggja að
líku glæpastarfsemi og hver önnur viðskipti, pólitík og hryðjuverk í Sögu
um glæp. Aftur er sögulausnin, sigurinn á Heydt, einkamál söguhetjanna.
Martin Beck og Gunvald Larsson leggja vissulega hermdarverkamanninn að
velli, en forsætisráðherrann fellur samt sem áður ógildur fyrir Rebekku
Lind. Og farið hefur fé betra.
Alltaf sama sagan: það er samfélagið sem er sjúkt, sakarefnin umfram allt
sjúkdómsauðkenni. Fljótt á litið verða söguhetjurnar, þegar svona er kom-
ið, lítið nema leiksoppar kerfis sem þeir hafna og hatast raunar við. En
jafnharðan og þeir hafa verið að gera sér samfélag sitt ljóst í sögunni hafa
þeir líka verið að eflast að viti og þroska, einnig að öðru leyti, í krafti
starfshæfni sinnar og þeirrar tilfinningalegu og vitsmunalegu reynslu sem
589
L