Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 68
Aðalsteinn Ingólfsson
íslensk myndlistargagnrýni
Greinin hér á eftir var flutt í styttri gerð á ráðstefnu gagnrýnenda og
listamanna 11. september í haust.
An myndlistar verður engin myndlistargagnrýni til. Á hinn bóginn virðist
myndlistin stundum komast ágætlega af án myndlistargagnrýni. Hefði allt
verið með felldu, hefði myndlistargagnrýni á Islandi átt að hefjast um svipað
leyti og við gerumst þátttakendur í vestur-evrópskri myndlistarhefð, eftir
margra alda dvöl, nánast Þyrnirósarsvefn, í norrænu menningarsamfélagi —
en af ýmsum ástæðum vil ég aðgreina þessi tvö menningarsvæði. Þegar við
gerumst félagar í þessum evrópska myndlistarklúbb, fyrir tilstilli Sigurðar
málara, Einars Jónssonar, Þórarins Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar,
hafði þessi sami klúbbur fyrir margt löngu getið af sér sérstaka tegund
myndlistargagnrýni sem oft er kennd við einn af feðrum Upplýsingastefn-
unnar, Diderot hinn franska. Það er kannski óþarfa tilætlunarsemi, og
jaðrar við kröfuhörku, en ég get ekki að því gert að mér finnst að upp úr
síðustu aldamótum hefðu íslenskir menntamenn, sem venjulega er talin
námfús stétt, átt að vita af nokkrum arftökum Diderots, myndlistargagn-
rýnandanum Baudelaire, menningarsagnfræðingnum Burckhardt og mynd-
listarfræðimanninum Berenson, — öngvu síður en bókmenntakenningum
Georgs Brandes.
Hafi menntamenn okkar í þá tíð haft ávæning af slíkum skrifum, hafa þeir
farið leynt með þá vitneskju, a. m. k. hafa þeir ekki talið að hún væri
brúkleg á íslandi, sem þá var ekki bara að eignast nýja myndlist, heldur átti
sér ríkulega hefð í tréskurði, vefnaði og silfursmíði. En auðvitað er þeim
vorkunn. Fyrstu tvo áratugi þessarar aldar voru myndlistarsýningar varla
fleiri en 2—3 á ári að meðaltali og gömul íslensk myndlist og listiðn átti sér
engan einn samastað, heldur var á tvist og bast um landið.
Hvort sem þetta er spurning um rétt skilyrði eða rétta menn, þá stöndum
við frammi fyrir þeirri staðreynd að reglubundin og yfirveguð mynd-
listargagnrýni hefst ekki á íslandi fyrr en hálfri öld eftir að hin nýja íslenska
myndlist skýtur rótum. Hér á ég við myndlistargreinar Jóns Þorleifssonar,
Orra, í Morgunblaðinu, sem fóru að birtast upp úr 1930.
562