Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 100
Umsagnir um bækur SJÁLFIÐ OG EILÍFÐIN í tilefni af nýútkominni bók Brynjólfs Bjarnasonar, Heimur rúms og tíma, Mál og menning, Reykjavík, 1981. I Ein grein bókmennta er heimspeki. Eins og aðrar bókmenntir fjallar hún um reynslu okkar af þessu undarlega ævin- týri að vera til og vita af því. Greinar- munur hennar og annarra bókmennta er sá að það er ævintýrið sjálft sem hún snýst um og ekkert annað. Hvað merkir það að vera til og vita af því? Hver sá sem vill leggja stund á heimspeki þarf ekki annað en leyfa þess- ari spurningu að verða hluta af sjálfum sér, leyfa henni að vaxa og skyggja á allar aðrar spurningar. Maður sem hugs- ar heimspekilega spyr ekki hvað klukk- an er, heldur hvað tími sé, aldrei hvert stjórnmálaástandið er, heldur hvað stjórnmál séu, aldrei hver þjáist, heldur hver sé hlutur þjáningar í mannlífinu. Nytsemi heimspekinnar felst í því að hún safnar saman, fellir í eina heild, lífsreynslu og hugsun ótal manna eða kynslóða undir þessu eina sjónarhorni: Hvað er það í reynslu okkar eða hugsun sem varðar í sjálfu sér heiminn og mann- lífið allt? Hver eru þau lögmál lífs og tilveru sem gilda um allt og þá einnig um mitt líf og þitt á þessari stundu og við þessar aðstæður? Enginn íslenskur höfundur hefur sinnt þessu verkefni af meiri alvöru og einlægni síðustu þrjá áratugina en Brynj- ólfur Bjarnason. Nýútkomin bók hans, Heimur rúms og tíma, er sjötta bók hans um heimspekileg efni. Áður hafa komið út Fom og ný vandamál (1954), Gátan mikla (1956), Vitund og verund (1961), Á mörkum mannlegrar þekkingar (1965) og Lögmál ogfrelsi (1970). Þó að viðfangsefni þessara rita virðist ólík stefnir höfundurinn í þeim öllum að einu og sama marki: Að eiga þátt í að móta nýrri og betri lífssýn, dýpri og skarpari skilning á veruleika mannsins, — lífssýn og skilning sem kunna að skipta sköpum fyrir þróun mannlífs á jörðinni. Sú sannfæring höfundar, að lífssýn og skilningur á veruleikanum ráði úrslitum um örlög heimsins, setur svip á stíl hans og efnistök. Hann vill hvarvetna komast að kjarna málsins eftir leiðum rökvísrar hugsunar svo að unnt sé að taka skýra afstöðu á velgrunduðum forsendum. Og hann höfðar til lesandans — ekki til þess að uppfræða hann eða kenna honum — heldur til þess að fá hann til liðs við sig. Hann gerir því ráð fyrir að lesandinn standi frammi fyrir sama vanda og hann sjálfur og geti lagt sitt af mörkum til að takast á við þann vanda. Þessi afstaða Brynjólfs kann að valda því að sumum þyki rit hans þung eða tyrfin aflestrar. En þá stafar það fyrst og fremst af því að þeir hafa ekki lagt sig eftir að ná þræðin- um og fylgja honum, þeir hafa ekki gefið sig efninu á vald eins og þarf að gera við lestur góðra bóka. Efnið í Heimur rúms og tíma er í grófum dráttum þetta: I náttúruvísind- 594
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.