Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
legast og úr varð sú afrókúbanska músik sem getið hefur af sér
rúmbuna og fleira gott, m. a. það sem heitir einu nafni son. f>etta
síðasttalda form notaði Nicolás Guillén í kveðskap sínum þegar hann
ruddist fram með fyrstu bók sína og olli þar með „mesta bók-
menntaskandal sem um getur í sögu lýðveldisins" einsog ævisöguritari
hans, kúbanski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Angel Augier kemst
að orði.
Son er sveigjanlegt og frjálslegt form, sem byggist á söng og
slagverki. Laglínan er sungin og skiptast á einsöngur og viðlög sem
iðulega eru uppfull með glens og kerskni. Takturinn er sleginn á hin
fjölbreyttustu slagverkstæki, en önnur hljóðfæri koma ekki við sögu.
Þegar Guillén notar þetta form er hann ekki að semja danslagatexta —
þótt ýmis kúbönsk tónskáld hafi reyndar gripið ljóðin fegins hendi og
samið lög við þau — heldur er hann meðvitað að nota tungutak og
rytma fólksins sem hann orti um og fyrir, svertingjanna á Kúbu, sem
eignuðust nú í fyrsta sinn skáld og málsvara.
Afrókúbönsk ljóðagerð fæddist ekki með Guillén. En þau skáld sem
tróðu brautina á undan honum tilheyrðu öll hvíta kynstofninum.
Afrísk menning höfðaði til þeirra sem eitthvað framandlegt og
spennandi, rétt einsog jazz og blues heilla margan Evrópubúann.
Sérstaða Guilléns var fólgin í því að hann tilheyrði þessari menningu,
hún var honum í blóð borin. Hann notaði málið og formið til að túlka
málstað svertingjanna, sem var hans eigin málstaður.
Með greinaskrifum sínum á þriðja áratugnum hafði Guillén getið sér
orð sem baráttumaður gegn kynþáttafordómum. Hann hafði lýst öm-
urlegum lífskjörum svertingjanna, einkum í fátækrahverfum Havana,
og fordæmt misréttið sem þeir voru beittir. I ljóðum sínum hélt hann
áfram að fjalla um þessi mál, og varð stöðugt gagnrýnni á þjóðfélagið
sem útskúfaði þannig stórum hluta þegnanna. Þjóðfélagsgagnrýni hans
átti þannig upptök sín í baráttu svarta kynstofnsins, og sú barátta er
honum ennþá nákomin, en strax í annarri bók sinni er hann farinn að
tala til þjóðarinnar allrar og í þriðju bókinni fer hann út fyrir landstein-
ana. Þar er hann í raun orðinn talsmaður allra „hinna fordæmdu á
jörðinni" einsog Frantz Fanon kallaði íbúa þriðja heimsins, og skeleggur
baráttumaður gegn nýlendustefnu og heimsvaldastefnu.
Arið 1937 fór Guillén í fyrsta sinn til útlanda. Þá sat hann rithöf-
unda- og listamannaþing í Mexico, og hélt svo til Spánar, þar sem
alþjóðleg menningarráðstefna var haldin í sprengjuregni borgarastríðs-
ins. Þetta ár gekk hann í kommúnistaflokkinn og var þegar í stað
506