Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 26
Tímarit Mdls og menningar
allvíða og verður úr fimbulfamb. Samt sem áður býr þetta risakvæði,
með annmörkum sínum, yfir stórleik sem átti sér ekki hliðstæðu
hérlendis í nýrri ljóðagerð, um 19. öld miðja.
I Hugfró, að loknum inngangskafla, tekur skáldið sér stöðu í
Alcýóne og skyggnist um:
Frá Alcýónes undurskæru sól,
þar alheims kveða þungamiðju standa,
um heimsins endalausa stjörnustól
stríðfleygan þjóta læt ég anda.
Síðar í kvæðinu mælir Gröndal harla viturlega, þegar hann hverf-
ur frá þeirri sjónarhæð sem andi hans kaus sér í stjörnu stjarnanna
og er aftur snúinn hingað til lágrar foldar:
Hví leið ég niður? Hræddur hugurinn var
Herrans að dvelja nærri veldisstóli, —
í heimsku minni ég hélt hann væri þar,
sem himinmiðjan veltir alheims bóli;
en hér, á grund, á grænni mosató
ég guði fæ að dvelja allt eins nærri,
sem fyrr í hnetti, er gullnum geislum sló,
guð því er engri skepnu sinni fjærri. —
Af þessum tilvitnunum er greinilegt, að Benedikt Gröndal hafði
þá skoðun þegar hann orti Hugfró 1858, að í Alcýóne væri Herrans
veldisstóll, himinmiðjan. Þetta voru ný tíðindi á gamla Fróni og því
reit hann skýringar við þau — sem og fleira í Hugfró þegar hann bjó
kvæðið til prentunar í Gefn, tólf árum síðar en það gaus fram á varir
hans í laufskálum klausturgarðsins í Kevelaer. Hann segir:
„Mádler og Struve (og raunar fleiri á seinustu tímum) hafa lagt sig
mjög eftir að sanna, að allur alheimurinn, það er allir hnettir, sem
vér sjáum, eigi sér eina sameiginlega þungamiðju; og eftir ferð
sjálfrar sólarinnar . . . þá hafa menn gert það líklegt, að þessi
þungamiðja muni geta verið í Sjöstjörnusvæðinu, og sem næst í
Alcýóne, sem er ein af þeim flokki.“ — Síðan bætir hann við, og
snertir það ekki kvæði Gríms Thomsens: „Annars þarf þungamiðj-
an ekki að vera í neinum hnetti (líkama), því þungamiðja tveggja eða
520