Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 26
Tímarit Mdls og menningar allvíða og verður úr fimbulfamb. Samt sem áður býr þetta risakvæði, með annmörkum sínum, yfir stórleik sem átti sér ekki hliðstæðu hérlendis í nýrri ljóðagerð, um 19. öld miðja. I Hugfró, að loknum inngangskafla, tekur skáldið sér stöðu í Alcýóne og skyggnist um: Frá Alcýónes undurskæru sól, þar alheims kveða þungamiðju standa, um heimsins endalausa stjörnustól stríðfleygan þjóta læt ég anda. Síðar í kvæðinu mælir Gröndal harla viturlega, þegar hann hverf- ur frá þeirri sjónarhæð sem andi hans kaus sér í stjörnu stjarnanna og er aftur snúinn hingað til lágrar foldar: Hví leið ég niður? Hræddur hugurinn var Herrans að dvelja nærri veldisstóli, — í heimsku minni ég hélt hann væri þar, sem himinmiðjan veltir alheims bóli; en hér, á grund, á grænni mosató ég guði fæ að dvelja allt eins nærri, sem fyrr í hnetti, er gullnum geislum sló, guð því er engri skepnu sinni fjærri. — Af þessum tilvitnunum er greinilegt, að Benedikt Gröndal hafði þá skoðun þegar hann orti Hugfró 1858, að í Alcýóne væri Herrans veldisstóll, himinmiðjan. Þetta voru ný tíðindi á gamla Fróni og því reit hann skýringar við þau — sem og fleira í Hugfró þegar hann bjó kvæðið til prentunar í Gefn, tólf árum síðar en það gaus fram á varir hans í laufskálum klausturgarðsins í Kevelaer. Hann segir: „Mádler og Struve (og raunar fleiri á seinustu tímum) hafa lagt sig mjög eftir að sanna, að allur alheimurinn, það er allir hnettir, sem vér sjáum, eigi sér eina sameiginlega þungamiðju; og eftir ferð sjálfrar sólarinnar . . . þá hafa menn gert það líklegt, að þessi þungamiðja muni geta verið í Sjöstjörnusvæðinu, og sem næst í Alcýóne, sem er ein af þeim flokki.“ — Síðan bætir hann við, og snertir það ekki kvæði Gríms Thomsens: „Annars þarf þungamiðj- an ekki að vera í neinum hnetti (líkama), því þungamiðja tveggja eða 520
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.