Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 129
þörf hans fyrir fegurð og samhljóm fær
ekkert svar frá því móðirin deyr og
þangað til hann fer í sumarfrí í Vatna-
skóg með KFUM, sem verður eins og
Paradís í eyðimörkinni. Sögumaður er
hægt og hægt að búa okkur undir skilin
sem framundan eru í lífi söguhetjunnar.
Saga Jakobs Jóhannessonar er saga
einkennilega magnaðra tilfinninga og
hita sinn fær hún úr eigin reynslu höf-
undar síns sem enn er svo fersk að honum
virðist óa að takast á við hana. Fremst í
Möskvunum er tilvitnun í franska
heimspekinginn Jean-Paul Sartre þar
sem hann boðar raunverulega byltingu í
Umsagnir um bœkur
kjölfar þess að fólk verði opinskárra um
eigin tilfinningar og reynslu. Það er vel
valin tilvitnun, en Sigurður hefði líka
getað hafið þessa bók á ljóði eftir Þor-
stein frá Hamri sem segir eitthvað svip-
að í Lángnætti á Kaldadal:
Komið út undir bert loft —
Gerið uppskátt
um gleði yðar hatur girndir sorgir
og annan skepnuskap
og ég mun ábyrgjast yður á eftir sem
mennska menn.
Silja Aðalsteinsdóttir
Ádrepur
Framh. af bls. 503
bókmenntaforma. Þau eiga sér alþýðlegan uppruna og spegla oft veruleika hinna
kúguðu gegn kúgurunum. I þeim er oft mikil kímni og fyndni, baráttuneisti og falin
glóð, sem raunhæft er að blása lífi í og þannig heimfæra upp á þann veruleika, sem
blasir við okkur í dag:
Sum ævintýri eru býsna uppreisnargjörn í boðskap sínum, kotungum gengur
vel að koma ár sinni fyrir borð, karlsbörn sýna dirfsku og snilld við að leika á
þursa og konungafólk . . . En þarna kemur fátt upp í hendurnar á fólki án
þess að það reyni á sig, það er það sem gerir ævintýrin skemmtileg, i þeim er
alltaf viðureign andstæðra afla. (Sama rit, bls. 68—69)
Það eru ekki endilega börnin, sem hafa þörf fyrir raunsæja veruleikalýsingu í
leikhúsinu, sem þau geta unnið úr seinna ef þau muna þá eftir henni.
Leikstjórar, leikarar og leikritahöfundar hafa þörf fyrir að sundurgreina og
skilgreina veruleikann til þess að geta komið skoðunum sínum á framfæri. Svo
framarlega sem við vitum til hvers við viljum búa til leiksýningar jafnt fyrir börn sem
fullorðna og hvað við viljum segja áhorfendum með list okkar, er ekkert því til
fyrirstöðu að nota hvaða form sem er til þess. Brecht, einn af mörgum heimildar-
mönnum Thomasar, notaði sjálfur dæmisögur, til þess að skrifa leikrit t. d. um rétt
yrkjenda jarðarinnar til eignarhalds á henni í Kákasíska Krítarhringnum. Annað
dæmi um gamla sögu, sem notuð var sem uppistaða leikverks, sem frægt varð, er
sögnin um ungu stúlkuna og drekann, sem til er meðal margra þjóða í mismunandi
útgáfum. Þá sögu tókst Jevgenij Schwarz að nota á snilldarlegan hátt í barnaleikriti
sínu „Drekinn“. Það segir okkur samt heilmikið um þann þjóðfélagsveruleika og þær
ógnir, sem ríktu þegar það var samið (1943) og gerir líklega enn, enda var það
bannað á sínum tíma í Sovétríkjunum.
623