Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 84
Tímarit Máls og menningar sakamaðurinn jafnan ígildi einhvers þess voða eða háska sem við innst inni vitum að gæti steðjað að okkar eigin heimi og sjálfum okkur. Það er eðli og markmið sakamálasögunnar, eins og annarra skemmtibókmennta, að veita okkur hvíld og uppléttingu frá heiminum eins og hann er, leyfa lesanda að gleyma sér og sínu lífi í bókinni. Þessvegna fer líka ævinlega vel í heimi sakamálasögunnar: hetjan sigrar, bófanum hefnist, það er allt í lagi með mennina, lífið og heiminn; alveg öfugt við heim okkar lesendanna þar sem allt er ævinlega í sama bévaða óstandi. Enda hefðum við ella litla þörf fyrir sögur eins og þessar. Af þessu hlutverki skemmtibókmennta helgast íhaldssamt eðli þeirra, jafnt í hugmyndaheimi og frásagnarformi. Til að skemmtisaga komi að sínum tilætluðu notum verður hún umfram allt að vera aðgengileg og auðveld aflestrar og má ekki leggja neitt erfiði eða ómak á lesandann sem hann ekki sé fús að leggja á sig sjálfur fyrir það sem hún getur látið honum í té. Spennan í sakamálasögu byggist upp um andstæður góðs og ills, óvissu okkar um hvað sé illt og hvað gott í sögunni; hún lýsir umsátri þess illa um hið góða og endanlegum sigri þess góða á hinu illa. Þessvegna verður skemmtisagan, sem bókmenntagrein og markaðsvara, umfram allt að sam- sama sig og gera að sínum hugmyndir okkar lesenda um hvað gott sé og hvað illt, semja sig að fyrirfram gefinni heimssýn og gildismati á meðal lesendanna. Við verðum fyrirstöðulaust að geta gert okkur að góðu hinn góða málstað í sögunni — allténd á meðan við erum að lesa hana. Enda hafa skemmtibókmenntir engu þekkingarhlutverki að gegna, öfugt við hinn góða skáldskap, skáldbókmenntirnar. Þær geta aldrei sagt okkur neitt nýtt. Hvað gerist, hvernig fer ef ágreiningur verður á milli hetjunnar og hans málstaðar í sakamálasögu og þess samfélags sem hann á að verja fyrir voða, beinlínis opinber starfsmaður hjá Simenon, Ed McBain og Sjöwall og Wahlöö, og jafnframt er samfélag okkar sjálfra? Ut af fyrir sig þurfa engin ósköp að ske. Saga getur rúmað ýtarlega úttekt á allskonar óstandi í heiminum án þess að bera á það brigður að hann sé í eðli sínu, innst inni, bæði réttur og góður; heimurinn stendur að sönnu til bóta ef hinn góði málstaður, málstaður hetjunnar sigrar um síðir. Og hetja getur haldið velli þótt heimurinn stefni norður og niður, og jafnvel þó hún falli: þá sannar hún með dauða sínum gildi hins góða málstaðar, þau lífsgildi sem orðið gætu uppistaða annars og betri heims, heimsins eins og hann ætti að vera. Þetta er alveg skýrt til dæmis í The Spy Who Came in from the Cold eftir John le Carré og hóf fyrir nokkrum árum nýja tísku í njósna- og sakamála- sögum. Þá hélt andhetja sem svo má kalla innreið sína í skemmtibókmennt- irnar, samin eftir þeirra þörfum. Það breytir auðvitað engu um íhaldsamt eðli né afþreyingarhlutverk skemmtisagna þótt þær semji sig að breyttri 578
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.