Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 112
Tímarit Máls og menningar hafi sinn sérstaka þjóðaranda eða þjóð- arsál. Þjóðarandinn setti þjóðinni stefnu, og allar sannar framfarir voru háðar því að þjóðin væri frjáls að vinna í stefnu síns eigin anda. Ut frá þessari kenningu hlaut að vera rétt að leitast við að búa þjóðinni stjórnarstofnanir sem líkastar því sem hún hafði gert sjálf með- an hún var frjáls. Það var hvorki barna- legt né hlægilegt, ekki einu sinni neitt sérstaklega háleitt, ef maður á annað borð tók alvarlega kenninguna um þjóð- arandann. Þetta hefur Sverri sést yfir, og samúð hans með hinum „raunsærri“ frjálshyggjumönnum er auðsæ. Það hef- ur sjálfsagt ekki verið honum nein samviskuraun að koma þeirri samúð heim við trú á sósíalískt fram- tíðarþjóðfélag. Hann hefur vafalaust átt- að sig manna best á því að borgaralegt lýðræði var nauðsynleg forsenda og fyrirrennari fyrir sósíalisma. Þrír þaulvanir rithöfundar skrifa und- ir inngang bókarinnar og bera væntan- lega ábyrgð á útgáfu ritsafnsins. Þeir eru sagnfræðingarnir Aðalgeir Kristjánsson og Jón Guðnason og bókmenntafræð- ingurinn Þorleifur Hauksson. Samt get- ur smámunasamur gagnrýnandi fundið að útgerð bókarinnar. Hún er mynda- og kortalaus með öllu. Jafnvel þar sem Sverrir lýsir útliti og vexti Reykjavíkur hús frá húsi og götu frá götu og vísar til uppdráttar af bænum frá 1801 þá er enginn uppdráttur í bókinni. Ekki er einu sinni tekin með sú ófullkomna smækkaða mynd af uppdrættinum frá 1801 sem fylgdi grein Sverris upphaflega í Andvara 1962. Þá hefur gleymst að taka fram hvaðan greinin „Afangar á leið íslenskrar sjálfstæðisbaráttu" er tekin (úr Andvara 1968). Og prentvillur koma vissulega fyrir, jafnvel svo að málleysa verður úr (bls. 104, „tilliti" í stað „yfir- liti“). Annars er þetta laglegasta bók, yfir- lætislaus og smekklega gerð. Fjögurra binda ritsafn með þessu sniði verður ágætur minnisvarði um ritlist Sverris Kristjánssonar um leið og það verður skemmtilegt lestrarefni og hagnýtt fræðirit. Gunnar Karlsson SENDISVEINNINN OG RÓBINSON KRÚSÓ Einar Már Guðmundsson hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Er nokkur í kórónafötum hér inni? 1980, Sendi- sveinninn er einmana 1980 og Róbinson Krúsó snýr aftur 1981. Þessum pistli er ætlað að fjalla dáldið um tvær hinar síðarnefndu (framvegis aðeins nefndar „Sendisveinninn" og „Róbinson"). Of mikið hefði verið að afgreiða allar bækurnar þrjár í þeim fljótheitum sem ritdómur krefst, nóg handarbakavinnu- brögð eru nú samt að spyrða saman tvær bækur eins og um einhverja hálf- drættinga í bókmenntunum væri að ræða. Á hinn bóginn er gaman að velta vöngum yfir fleiri en einni bók skálds- ins, samkennum þeirra og sérkennum. Auk þess er alllangt um liðið síðan bækurnar komu út og ekki seinna vænna að drepa niður penna um þær enda þótt kostur á sómasamlegu kynn- ingarhlutverki ritdóms sé fyrir bí. En sem sé: ég hef valið mér þær tvær bækur Einars Más sem mér í huglægni minni þykir mest varið í og rökstyð valið ekki frekar. Reynt verður að halda hugleið- ingum um bækurnar aðgreindum, a. m. k. svo halda megi áttum. Þó er vísast að stundum ægi öllu saman. Alger aðskilnaður er líka bæði óþarfur og 606
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.