Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar ræktaði ekki í mönnum sjónina, neyddi þá til að skoða betur það sem horft var á í sýningarsölum. Jón Þorleifsson var framan af í þeirri öfundverðu aðstöðu sem gagnrýnandi, að sjónarmið hans og sá meginstraumur myndlistar sem fór um Island á árunum 1930—1945 fóru í stórum dráttum saman, að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt. Þessi myndlist var hlutlæg en þó gerð eftir þeirri meginreglu að umsköpunin á striganum skyldi æðri inntakinu, a. m. k. að hið síðarnefnda ætti ekki að ráða ferðinni. En eins og tíðum gerist meðal gagnrýnenda, skrifaði Jón sig á endanum út í horn. Hann hafði bitið sig fastan í ákveðin viðhorf og reyndist um megn að endurskoða afstöðu sína þegar ný tegund listar gerði vart við sig á Islandi. Rökrétt afleiðing þess formalisma sem Jón var hallur undir, var auðvitað afstraktlistin, þar sem líf óhlutbundinna forma á fletinum er allt sem máli skiptir. En þegar áhrifum hálf-óhlutbundinna listamanna eins og Picassos, Pignon o. fl. sleppir og hrein afstrakt verk fóru að sjást í Listamannaskálan- um og annars staðar frá 1952, gætir tortryggni í greinum Jóns, á stundum allt að því fjandskapar. Það kom því í hlut yngri manna að fjalla um hina nýju íslensku afstraktlist með því opna hugarfari sem öll gagnrýni krefst. Hugarfar hinna nýju gagnrýnenda, manna eins og Harðar Agústssonar, var meir en opið — þeir gerðust málsvarar afstraktlistarinnar, af þeirri einföldu ástæðu að þeir voru flestir í framvarðarsveit hennar á landinu. Að mörgu leyti voru þessir gagnrýnendur beinir arftakar Jóns Þorleifssonar, líf formanna á fletinum var þeim hjartans mál. Þó kvað við nýjan tón í þeirri myndlistargagnrýni sem rituð var út þennan áratug. I síauknum mæli reyndu gagnrýnendur að sýna fram á að líf formanna væri nátengt öðru sem var að gerast í þjóðlífinu um svipað leyti. Islensk myndlist hafði í augum þeirra öðlast þjóðfélagslega skírskotun, einmitt þegar tengsl hennar við hlutveruleikann sýndust endan- lega rofin. Þessi þróun er reyndar ekki eins undarleg og hún kann að virðast. Jón Þorleifsson þurfti ekki að sannfæra lesendur sína um að myndir þær sem hann skrifaði að jafnaði um væru hluti af íslenskum veruleika, það þóttust allir sjá af bátunum, húsunum, hestunum og kúnum sem í þeim var að finna. A hinn bóginn þurfti hann að ítreka að myndræn lögmál væru önnur en þau sem giltu í daglega lífinu, að mynd með þjóðlegu inntaki væri ekki endilega góð mynd. Afstrakt listamenn áttu frá upphafi undir högg að sækja hjá íslenskum almenningi, þeir voru sakaðir um ábyrgðarleysi, gott ef ekki listræn landráð. (Ekki þurfti íslensk myndlist einu sinni að vera afstrakt til að verða fyrir aðkasti, sjá hina frægu „úrkynjunarsýningu" Jónasar frá Hriflu.) Því er eðlilegt að áhangendur afstrakt listar hafi talið sig þurfa að sýna fram á að 564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.