Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar Þeir vita það báðir svo vel, Martin Beck og Gunvald Larsson, að maðurinn á þakinu á réttar að reka; að vitstola ofbeldi hans stafar af því ofbeldi sem hann hefur sjálfur sætt; að sé lögreglan sjúk og spillt stafar það af spillingu og sjúkleika samfélagsins alls. Og þar með eru þeir sjálfir nauðugir, viljugir orðnir handbendi hins illa, hinna ómannlegu samfé- lagshátta sem hafa skapað og skilyrt bæði sök og sakamann. Engin tilviljun að það er sjúkur maður sem slátrað er í byrjun bókar. Né er það nein furða að samúð lesandans í sögunni, áhorfanda á bíó, beinist í seinni hluta sögunnar æ meir á band með manninum á þakinu þar sem hann berst einn síns liðs gegn ófreskju laga og réttar. Eins og líka James Bond stríðir einsamall gegn ófreskju hins illa í sínum sögum. Allar þær sögur sem nú voru nefndar eru mjög svo „fastar í formi“ ef svo má taka til orða. Saga um glæp byrjar jafnan með lýsingu á morði og morðingja, ummerkjum verksins ef ekki því sjálfu; og lýkur með uppljóstr- un og handtöku, einatt játningu sakamanns. Þá er ekki eftir nema lítilsháttar eftirmáli þar sem þörf þykir að greina frá sálarástandi söguhetjanna að starfi loknu. Sögurnar byggjast jafnan upp um eina aðal-atburðarás frá upphafi til enda sögu; aðrir atburðir í sögunum stafa oft af lausum endum sem rekjast frá aðalefninu, hliðstæðir honum eða svo sem aukageta með aðalefninu; oftar en ekki eru þessi frásagnarefni til þess fallin að auka og víkka samfélagslýsingu sögunnar. Þetta er býsna skýrt í Pólís pólís þar sem hið eiginlega sakamál og lausn þess verður nánast svo sem umgerð um hina víðtæku lýsingu á siðspilltu glæpasamfélagi sögunnar. Það er helst að Madurinn á svólunum virðist afbrigðileg frá aðalreglunni. Þar eru atburðarásir raunar tvær og snýst önnur um barnamorðin og önnur um rán og misþyrmingar í görðum Stokkhólmsborgar, og tengjast ekki nema af því að vettvangur atburða verður sumpart hinn sami. Viðureignin við ránsmanninn er til þess fallin að létta undir með hinni átakanlegu aðalsögu og bregða á efnið skringiblæ. Þarna kemur Gunvald Larsson fyrst til sögunnar; og margt af stórræðum hans í seinni sögunum er á sama máta til þess fallið að auka þær skopi og skensi. Og sumpart snúast báðar atburðarásirnar um algenga, óskylda glæpi í raunverulegri samtíð; hin tvískipta atburðarás á sinn þátt í raunsæisbrag, veruleikalíkingu sögunnar, stílfærslu raunheims til nota sögunnar í sínum heimi. Að forminu til er Löggan sem hló kannski fullkomnasta saga í flokknum. Þar er fylgt út í hörgul frásagnarformi hefðbundinnar sakamálasögu, þótt föstum formúlum slíkra frásagna sé jafnharðan gefið nýtt gildi, tvíræð merking í samhengi sögunnar. I Maður uppi á þaki er að vísu atburðarásin ein og órofin og allt efni sögunnar lýtur henni beinlínis. En þar er uppskátt orðið um morðingjann um miðja sögu; allur seinni hluti hennar lýsir 584
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.