Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 85
Eins og á vígvelli tísku og tíðaranda í bókmenntum og á meðal lesendanna. Þvert á móti. En hvað um Sögu um glæp eftir Sjöwall og Wahlöö? 3 Saga um glæp er flokkur tíu skáldsagna, sería eins og algengt er í skemmti- bókmenntum, og fjalla allar sögurnar um sömu söguhetjur og samskonar söguefni. Það er eins og vera ber morð í hverri bók og stundum mörg. Og sögurnar hlíta í einu og öllu leikreglum sakamálasagna. Nánar tiltekið heyra þær þeirri sagnagrein til sem nefnd er lögreglusaga. Þar eru söguhetjur jafnan starfandi lögreglumenn, og leitast er við að lýsa að minnsta kosti vinnubrögðum lögreglu við rannsókn og uppljóstrun sakamála af sem mestu raunsæi. Einhverstaðar sá ég að Sjöwall og Wahlöö hefðu til undir- búnings Sögu um glæp tekið sér fyrir hendur að þýða á sænsku nokkrar slíkar sögur eftir ameríska höfundinn Ed McBain. I Sögu um glæp gengur raunsæisstefnan til muna lengra en ella gerist í slíkum sögum. Við fyrstu kynni og langt frameftir flokknum er hin nána og ýtarlega veruleikalíking þeirra helsta listarauðkenni sagnanna, og þá um leið það sem einkum gerir þær frábrugðnar venjulegum sakamálasögum. Það er ekki einasta að sakarefnum og sakamálsrannsóknum sé trúverðuglega lýst; glæpirnir sem sögurnar snúast um eru oftar en ekki dæmi algengra afbrota, dæmigerð sakarefni í okkar samtíð og samfélagi. Raunsæi í umhverfis- lýsingu og persónugerð staðnæmist ekki við vinnustaði og vinnubrögð lögreglu, landslag og þjóðhætti í borgarsamfélagi þar sem sögurnar gerast. Mannlýsingar í sögunum auðkennast, allténd lengi frameftir, af tilætluðu sálarlegu raunsæi sínu; fólkið í sögunum á ekki einungis að vera raunhæfar manngerðir, hver á sínum stað, heldur einnig og ekki síður trúverðugir einstaklingar í samhengi fjölskyldulífs og starfs síns og alls þess samfélags sem það byggir. Frásagnarháttur á sögunum er með hefðbundnu raunsæismóti, lögreglu- mennirnir í sjónarmiðju og sjónarhorn að verulegu leyti lagt til þeirra, en sögumaður aðgreinir sig frá þeim og segir frá eigin brjósti það sem þurfa þykir, eða fylgir öðru sögufólki eftir; söguhetjurnar jafnharðan séðar að utan og innan. Þótt sakamenn verði einatt mikillar samúðar aðnjótandi í sögunum, jafnan reynt að skýra athæfi þeirra raunhæfri skýringu, er á hinn bóginn virt sú aðalregla sakamálasögu að gera aldrei sjónarhorn, sjónarmið sakamanns að fullu og öllu að sjónarhorfi sögunnar. Ekki einusinni það sakafólk sem mestrar alúðar nýtur fær með slíkum hætti að bera uppi sjálfa söguvitundina. Og þar skilur að endingu á milli sakamálasögu og náskyldrar sagnagreinar, sálfræðilegrar glæpasögu sem svo er nefnd, og sjá má hjá höfundum eins og tam. Patriciu Highsmith eða Anders Bodelsen. 579
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.