Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 63
Gagnrýni á gagnrýnina einvörðungu með því að beita óskhyggju og trúarþörf, kirkjulegri eða pólitískri. I alvarlegum umræðum um gagnrýni er næstum óhugsandi að ganga fram hjá hinum frjósömu og jafnvel skapandi gagnrýnendum, svo sem Sklovskí, Eliot. I. A. Richards, Freye og Antoni Ehrenzweig, að Vladimír Propp ótöldum, ef um bókmenntagagnrýni er fjallað. En hér fara ekki fram alvarlegar umræður, heldur lauslegt spjall af minni hálfu og vitna ég hvergi í gagnrýnendur. Sá er siður gagnrýnenda, eins þeirra sem hátt eru skrifaðir, að eyða tíma, viti og orku í að hrekja eða staðfesta orð annarra gagnrýnenda. Við slíka umfjöllun verður til það sem líklega væri hægt að nefna lokaða hringrás. Gagnrýnin verður fyrir gagnrýnendur, oft fyrir þá sem hafa troðið sér með frekju og fáfræði en lærdómi inn í háskólana. Almenn fáfræði, en sérhæfð þekking, virðist vera skilyrði fyrir því að maður fái að kenna í þeim stofnunum, slík er hnignun háskólanna. Með því ég er enginn gagnrýnandi í fræðilegri merkingu smeygi ég mér fram hjá bókmenntafræðingunum, með sæmilegri samvisku, og tala frá sjónarhóli rithöfundar. En rithöfundar hafa tíðum lítið dálæti á gagnrýnend- um, öðrum en sjálfum sér. Sérhver rithöfundur er með bókmenntaverki sínu gagnrýnandi. Mun ég fjalla um hvort tveggja síðar í erindinu og ræða um hver ástæðan er fyrir andúð rithöfundarins á bókmenntagagnrýnand- anum. Fimmtán mínútur eiga að nægja til þess að fyrirlesari fari á hundavaði yfir jafn víðtækt og athyglisvert umræðuefni og gagnrýnin er séð frá bæjardyr- um hins skapandi listamanns. En á sköpuðum verkum byggist listagagnrýn- in. Og að öllu eðlilegu ættu verk listamannanna að byggjast að einhverju leyti á hugsun gagnrýnandans. Slíkt er afar sjaldgæft, nema gagnrýnandinn stundi þá list að semja kenningar sem varða listirnar og framtíð þeirra. Slíkur gagnrýnandi er skapandi gagnrýnandi. Að gagnrýna er það að láta í ljós skoðun eftir að rýnt hefur verið að einhverju gagni í verkið. Gagnrýnin hefur sín uppeldisáhrif, því að gagnrýn- andinn hefur upp raust sína eftir að hann hefur skoðað verkið niður í kjölinn. Hið leynda eðli verksins, sem liggur djúpt og flestum hulið, er dregið af honum án miskunnar fram í dagsljósið. Innsti kjarninn er í augsýn allra. Slíkt þolir listamaðurinn ekki, eins og frá verður sagt síðar. Gagnrýni er annað en ritdómur eða umsögn um bækur. Þetta er þó notað jöfnum höndum í hinu alþýðlega reiðuleysi sem ríkir hér, jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum. Oft er því sagt að gagnrýnandinn skrifi ritdóm, að ritdómarinn birti umsögn. Og gagnrýni getur verið allt í senn: umsögn, ritdómur og gagnrýni. Oftast er þó starf þess sem skrifar um Iistir einungis 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.