Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 125
mig sem hann hafði lesið brot úr í dagblaðsdómi og haldið að væri níð- kvæði um sig. (Mm 313) Af fyrrnefndri ákvörðun ætti að leiða að svona sögum væri sleppt og einnig kafla eins og þeim um Einar Benediktsson, sem allt í einu er fjallað um undir eigin nafni, senílt gamalmenni. Þrátt fyrir þessa galla er líklegt að komandi kyn- slóðir njóti bókanna óhindrað sem skáldverks, enda er í þeim meiri skáld- skapur en við eigum að venjast í endur- minningum. Annars konar glöp af sama toga eru spakvitrar alhæfingar í byrjun sumra kafla sem sumar spilla verulega fyrir. Gott dæmi er upphafið á Jólaglaðningi sem annars er frábær kafli um frjálst framtak Jakobs við að útvega systkinum sínum jólagafir: Jólahátíðin nálgaðist með árvissu umstangi, höfuðhátíð alþýðlegrar efnishyggju, arfgengt og löghelgað þrælkunarskeið allra húsmæðra og flestra kvenna. Margar gengu þær undir okið með hátíðleik og eftir- væntingu í trausti þess að undur jólanna gerðist og þær uppskæru umbun ævilangrar undirgefni, þol- gæðis og strits — (Mm 87) Svona fyndist mér ætti að strika út. Munurinn á bókunum tveim í bygg- ingu er talsverður. Undir kalstjörnu hefst á fæðingu drengsins og endar á dauða móður hans. Sagan er römmuð inn af þessum tveim stórviðburðum, og þótt allt þar á milli lúti lögmálum endur- minninga umfram skáldsögu finnst lesanda eftir á eins og allt hnígi að þess- um lyktum. Tónn Kalstjörnunnar er undrun uppgötvunarinnar og lífshásk- Umsagnir um bœkur ans, allt er nýtt í augum drengsins, minningabjarmarnir tengjast oftast ein- hverju sem hann kemst að, finnur, gerir í fyrsta sinn. Möskvarnir eru dapurlegri bók, blandin kergju hálfvaxins stráks sem ekki er um að láta uppi tilfinningar sínar, ekki einu sinni núna eftir öll þessi ár. Af þessu virðist hún sundurlausari, eins og ómarkvissari, það er bara þróun og reynsla Jakobs sem bindur hana sam- an. Stundum er eins og höfundur vilji láta Ragnar, bróður Jakobs, verða eins konar bindiefni í sögunni og nota dauða hans í lokin til að ítreka að Jakobi séu allar bjargir bannaðar í umhverfi sínu. Ragnar verður aldrei nógu sterk persóna til að valda hlutverkinu, en tilfinninguna fær lesandi samt sem áður. Það er ekkert í þessu ömurlega umhverfi sem eflir samstöðu meðal fólksins þar og getur veitt greindum dreng lífsfyllingu. Utangarðsböm Ncistinn sem kveikir strax í lesendum þessara bóka er hinn ögrandi demón sem ekki vill láta sitja á sér lengur og leikur undir í bókunum báðum. En efni þeirra, uppvaxtarsaga öreigabarns í Reykjavík á kreppu- og hernámsárum, er það sem heldur eldinum við í lesend- um. I þeim er að finna takmarkalausan efnivið um líf og kjör lágstéttarfólks og utangarðsfólks í samfélaginu til að hugsa um og vinna með. Persónufjöldi er mikill og meðal þess fólks manneskjur sem mætti skrifa langar ritgerðir um þótt það verði ekki gert hér, t. d. Jakobs nánustu. Sagan sem Sigurður segir er nöturleg, og hann býr okkur undir hana strax á titilsíðu fyrri bókar á eftirminnilegan hátt með samnefndu ljóði Þorsteins frá Hamri úr Lifandi manna landi. Sigurður 619
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.