Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 33
Hugsjón Goethes sagði um samlanda sína: „Dapurleg saga þeirra skóp þeim þau örlög að geta bara heilsað dagsbrún heimsins í huganum og í skáldskapnum, að verða að takmarka byltingu sína við vettvang bókmenntanna."5 Þess vegna setur Mehring fram þá skoðun að leið Goethes, að verða rithöfundur fremur en borgaralegur byltingarmaður, hafi verið sú eina sem var fær þýskum frelsissinnum á þessum tíma. Sömu skoðunar er sá frægi ungverski gagnrýnandi Georg Lukács (1885 — 1971), þegar hann metur Goethe og tíma hans í samnefndu verki sem hann skrifaði á fjórða áratugnum, um svipað leyti og Löwenthal samdi fyrrnefnda ritgerð. Að dómi Lukácsar voru öll andmæli gegn „hinni þýsku eymd“ framsækin, jafnvel þótt andmælendur létu sitja við orðin ein. Hann taldi framlag Goethes vera boðun mannúðarhugsjóna borgaralegrar menn- ingar gegn spilltum leifum lénsveldisins. Lukács áleit þessi ár „eitt af síðustu framsæknu tímabilum borgaralegrar hugsunar“6, af því borgaralegt þjóðskipulag hefði enn ekki haft tækifæri til að sýna neikvæðar hliðar sínar í verki. Goethe og Schiller voru að leita að þeim ,djúpa og víðfeðma' skilningi á heild lífsins, sem Lukács mat svo mikils í anda lærimeistara síns Hegels. Nú má segja að vissulega hafi þýskir 19. aldar höfundar hvað eftir annað hafið sig til flugs í leit að hinum altæka anda, en þeir voru að sama skapi — með einstaka undantekningum — tregir til að berjast fyrir áþreifanlegum ávinningum í lýðræðisátt, fyrir þeim opna opinbera vettvangi, sem er forsenda raunverulegra skoðanaskipta. Og alla öldina notaði þýskt aft- urhald Goethe gegn þessum fáu undantekningum, líka eftir að verkalýðs- hreyfingin tók upp merki lýðræðisbaráttunnar á seinni hluta aldarinnar. Þessu tvíeðli Goethes neitar Lukács með öllu. Flestum ber saman um að sá þjáði maður Werther hafi búið yfir þeim uppreisnaranda, sem til þurfti í slíka baráttu. Með orðum Brandesar: „Óhamingja Werthers á rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar, að víðátta hjartans rúmast ekki innan þröngra marka samfélagsins.“7 I sama streng tekur Löwenthal, þegar hann bendir á að Þjáningar Werthers unga fjalli einmitt um að þarfir einstaklingsins og þarfir samfélagsins samræmist ekki. Þessi bók hratt á sínum tíma af stað sjálfsmorðsbylgju ,ungra og efnilegra* manna um alla Evrópu með lýsingu sinni á vanmætti frelsis og ástar í úreltu samfélagi; á okkar kaldranalegu tímum held ég hún höfði frekar til skopskyns lesenda en eyðingarhvatar (nú orðið þefar Werther af þynni, spáir í Lottu á Hallærisplaninu og gefur að öðru leyti skít í samfélagið). Óflokksbundni marxistinn Löwenthal og Brandes, vinur Matthíasar Jochumssonar, eru furðu samstíga í túlkun sinni á Werther, þótt hálf öld sé 527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.