Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar sjálfsmorð, að sögn Löwenthals. Það voru aðeins þeir kumpánar Goethe og Schiller sem tókst að flýja þessi örlög, með því að leita á náðir fursta og fá að spóka sig við hirðir þeirra. „Ferill Goethes birtir vel eymd þýskrar borgarastéttar, sem upphaflega bjó við byltingarástand en dæmdist svo til að búa í afturhaldsríki fram á miðja 19. öld,“3 skrifar Löwenthal. Goethe sveiflast á milli uppreisnargjarnr- ar einstaklingshyggju, sem átti sér draum um frjálst og lýðræðislegt samfélag, og uppgjafar, sáttar við ríkjandi ástand. I Þjáningum Werthers unga (1774) gerði hann upp við þröngsýnan og hégómlegan aðalinn. Werther afneitar því samfélagi þar sem tilfinninganæmur og greindur einstaklingur fær ekki að njóta sín af því hann er af lágum stigum. En þegar Goethe skrifar bókina um Wilhelm Meister 20 árum seinna hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að dugandi borgarar geti sem hægast notið sín í samfélaginu, og hann sér fyrir sér upplýsta borgara og lýðræðissinnaðan aðal sameinast um stjórnun þess. Olíkt Goethe sjálfum hafði þýskt samfé- lag samt ekki tekið miklum breytingum á þessum tíma. Um þessa hlið á þróun Goethes sem Löwenthal gerir grein fyrir er lítill ágreiningur. Heimildum ber saman um að Þýskaland 18. aldar hafi verið lítil freisting frelsisunnendum, t. d. sagði danski gagnrýnandinn Georg Brandes (1842 — 1927) um þýsk furstadæmi á þessum tíma í frægum fyrirlestrum sem hann hélt fyrir rúmri öld: Þarna ríkir þetta svokallaða upplýsta einveldi 18. aldar með sínum ómerki- legu og steingerðu samfélagsháttum. (...) Veruleikinn býður einstaklingn- um ekki upp á nein verðug verkefni; þess vegna er heldur ekkert rúm fyrir snillinginn. Leikhúsið er eini staðurinn þar sem sá sem ekki er af aðalsættum getur kynnst helstu möguleikum mannlífsins/ Auðvitað var marxisminn ekki að þvælast fyrir Brandesi hér, heldur talar hann út frá þeim róttæku hugmyndum um frelsi einstaklingsins sem hann boðaði. En í þessu efni ber honum og Löwenthal saman, og sá síðarnefndi leggur líka áherslu á hlutverk leikhússins. Þýsk borgarastétt hafði lítil sem engin völd í samfélaginu, en hún bætti sér það upp með leikhúsinu, þar voru æfingabúðir hennar. I Námsárunum er mikið lagt upp úr þeirri reynslu sem söguhetjan Vilhjálmur aflar sér hjá ferðaleikhópi, og í frum- gerð sögunnar var það meginefni hennar. Þau urðu örlög þýsku borg- arabyltingarinnar að komast aldrei af fjölum leikhússins niður á jörðina. Langt fram á þessa öld hafa evrópubúar orðið að súpa seyðið af þessari ófullgerðu byltingu. I því sambandi má vitna til þjóðverjans Franz Me- hrings (1846—1919), samtíðarmanns Brandesar og i augum þýskrar verka- lýðshreyfingar eins konar umboðsmanns Marx að Engels gengnum. Hann 526
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.