Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 37
Hugsjón Goethes miklar hugsjónir og verðugt starf. Þetta þótti rómantískum samtíðar- mönnum Goethes billeg lausn á tilvistarvandanum, og eins var Lukácsi farið í fyrstu, hugsjónin virtist fjarri þýskum veruleika. En þegar hann situr í Sovétríkjunum á fjórða áratugnum og skrifar um Námsárin, gengst inn á forsendur þeirra og lofar endinn alveg sérstaklega, er hann sjálfur fluttur til „sinnar menningarlegu eyjar í miðju valdabákni, sem sýndi öllum afurðum lýðræðislegrar menningar fullan fjandskap",15 einsog lærisveinn hans Ferens Fehér hefur orðað það. Lukács leggur áherslu á að Goethe hafi ekki sagt skilið við hugsjónir sínar þótt hann léti fara vel um sig í Weimar. Það var bara engin önnur leið en að sætta sig við veruleikann, hugsjónirnar gátu hvergi lifað nema í listinni. Lukács lítur svo á að Goethe hafi stutt samfélagsleg markmið frönsku byltingarinnar, en hafnað ,skrílslegum‘ aðferðum hennar: með nokkrum rétti mætti hafa skömu orð um afstöðu hans sjálfs til kommúnismans á tímum Stalíns. Víst er að Goethe aðhylltist í orði kveðnu borgaralegar frelsishugsjónir, en samdi engu að síður skopleiki á móti frönsku bylt- ingunni (sem bókmenntasögum ber saman um að hafi verið hallærislegir, enda hefur enginn þeirra lifað). Bæði Goethe og Lukács sóttu sér styrk í upphafinn menningarlegan klassísisma gegn hryssingslegum veruleikanum. Tvíhyggja Lukácsar í fyrrnefndu æskuverki, Sálin og formin, móthverfan milli hinna stórkostlegu hugsýna og hins ómerkilega veruleika, er hér endurborin á nýjum grundvelli. I báðum tilvikum er pólítískt andóf talið þýðingarlítið. Það er létt verk og löðurmannlegt að gagnrýna þá herra eftir á fyrir að hafa ekki sýnt hetjulega sjálfsfórnarstefnu (því má þó ekki gleyma að Lukács studdi lýðræðisöflin í ungverska kommúnistaflokknum eindregið 1956). Ætlunin með þessum samanburði er fremur að sýna að hve miklu leyti mat gagnrýnandans Lukácsar ræðst af stöðu hans sjálfs, og hvernig sú staða takmarkar sjónarhorn hans og veldur mótsögnum í málflutningnum: Þýsk borgarastétt má þola þungar skammir fyrir að rísa ekki gegn leifum lénsveldisins og eymd stjórnskipunarinnar undir lok 18. aldar, fyrir að hafa „svikið“ hina borgaralegu byltingu, en Goethe er aftur á móti sagður hafa ratað hinn eina færa veg inn á vettvang bókmenntanna. Goethe var ótrúlega glöggskyggn á margt í samtíma sínum, en hann var maður málamiðlana, „boðskapur" hans til komandi kynslóða í hæsta máta tvíræður, einsog menn geta fullvissað sig um með því að bera saman austur- og vesturþýskar útleggingar á ævistarfi hans. Eins er það í listræn- um efnum: sumir róttækir rithöfundar hafa reynt að sækja til hans styrk, en oftar hafa þó afturhaldsmenn í bókmenntum veifað verkum hans gegn framúrstefnu og tilraunamennsku. 531
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.