Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 74
Tímarit Máls og menningar komast ágætlega af án hennar. Þvert á móti hef ég aldrei verið sannfærðari um gildi hennar en einmitt nú, þegar myndlistin er búin að sprengja af sér alla ramma, er orðin yfirgripsmeiri en nokkur önnur listgrein. Sjá t. d. gjörningastarfsemi, sem byggir í senn á myndlist, leikhúsi, dansi — fyrir utan aðra þætti. Þess vegna eru vel upplýstir milliliðir nauðsynlegir, hvort sem þeir hafa þegið sína menntun í skólum eða í lífinu, sem eru reiðubúnir að takast á við það sem myndlistarmenn eru að gera, ræða það út frá sínu sjónarhorni og koma skoðunum sínum áleiðis til áhugasamra lesenda. Mér liggur við að segja að myndlistin verði ekki virk, nái ekki tilgangi sínum til fulls, fyrr en hún hefur verið rædd og er orðin hluti af menningarlegri umræðu. Hvernig ætti sú umræða að fara fram? Ef við hefðum svarið við þeirri spurningu, sætum við tæpast hér í dag. Oscar Wilde nefndi gagnrýni eitt sinn „æðstu gerð sjálfsævisögunnar“, en e. t. v. væri nær að flokka hana undir sjálfsmenntun eða könnun eins og Wilhelm Dilthey gerði. Því get ég ekki annað en varpað fram slitrum af skoðunum sem byggðar eru á sjö ára reynslu í myndlistargagnrýni. Eitt get ég fullyrt þegar í stað: I myndlistargagnrýni er engin leið að hafa stöðugt rétt fyrir sér. Sá sem ætlar sér að skrifa gagnrýni að staðaldri, á grundvelli skotheldra kenninga, verður fljótt fyrir vonbrigðum eða endar einhvers staðar uppi í blindgötu, innan um alls konar myndlist sem hann þorir ekki að hafa ánægju af. Gagnrýnandinn getur ekki sest í sæti lögskipaðs dómara og fundið réttlætingu dóma sinna í lagabókstöfum. Dómar myndlistargagnrýnandans hljóta að vera opnir í báða enda, ekki ósvipað tilgátum vísindamannsins, þar sem forsendur dómanna er að finna í þeim verkum sem dæmd eru. Nú er heldur ekki hægt að ætlast til þess af gagnrýnandanum að hann skeri úr um hvort eitthvað sé list eða ekki. Staðhæfing Marcels Duchamp að myndlistar- maður geti sjálfur ráðið því hvað list sé hefur létt þeirri kvöð af gagnrýnand- anum. I staðinn mætti spyrja sem svo: Er þetta góð eða slæm list? Hverjir eru listamenn? Hve mikið nýnæmi er að verkum þessa listamanns? Þess vegna er varla hægt að ætlast til að gagnrýnandinn hafi yfir að ráða óhagganlegri staðfestu og skotheldum kenningum. Staðfesta af því tagi sprettur af fastmótuðu kerfi eða lífssýn — en gagnrýni er eða ætti að vera díalektísk, þ. e. þrífast á stöðugum breytingum og mótsögnum. Meginviðfangsefni gagnrýnandans held ég að sé að koma sér upp forsend- um sem eru nógu sveigjanlegar til að mæta öllu því sem upp kemur í myndlist. Ekki veitir af, því hann verður fyrstur manna að láta uppi skoðanir á nýjungum. En þær forsendur verða að eiga sér rætur í talsverðri þekkingu á myndlistar og menningarsögu og öllum innviðum myndlistar- 568
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.