Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 93
Eins og á vígvelli
sínu leyti margvíslegar frásagnarformúlur sem greina má í textanum. Þær
voru og eru algengar og alkunnar í samtíð lesanda og sögunnar, tímum
margskonar „vinstristefnu" í menntalífi og pólitík. Það nýstárlega er að
sameina þessa hugmyndatísku frásagnarefni og frásagnaraðferðum saka-
málasagna. En hvað um söguhetjurnar sjálfar?
Sjöwall og Wahlöö eiga fljótt á litið ekki margt sameiginlegt með alþjóð-
legum stórsöluhöfundum eins og Ian Fleming og Mickey Spillane; Martin
Beck, Kollberg, Gunvald Larsson og þeir félagar sýnast alls ólíkir söguhetj-
um eins og James Bond eða Mike Hammer. Nær að líkja þeim við
annarskonar söguhetjur, menn eins og Maigret hjá Simenon, George Smiley
hjá John le Carré, og svo auðvitað Steve Carella og félaga hans hjá Ed
McBain. En það eiga allir þessir herrar sameiginlegt að verða hetjur í sögu
vegna starfshæfni sinnar, sérstakra hæfileika til að hafa uppi á og handsama
bófa og illræðismenn sagnanna. Ef lýsing lögreglumannanna hjá Sjöwall og
Wahlöö virðist raunsæislegri, hetjur þeirra trúverðugri persónur en títt er í
sakamálasögum kemur það á meðal annars til af því að verkum er skipt með
þeim; eiginleikum sem í glæpasögu af eldri gerð væri samansafnað í eina
mannlýsingu er í Sögu um glæp dreift á heilan hóp manna. Sumir hverjir
verða þeir nánast persónugerving eins einasta eiginleika, einatt í ljóslifandi
mannlýsingu, sbr hinn stálminnuga Friðrik Melander. Ef út í það er farið er
Gunvald Larsson alveg eins pjattaður, Kollberg jafn kvensamur eins og til
dæmis James Bond; og báðir tveir eru þeir, ef á þarf að halda, eins duglegir
að slást eins og Mike Hammer. Gunvald Larsson er öðrum þræði
skopfærsla á hetju amerísku sakamálasögunnar, einfari sem af einni saman
eðlishvöt berst fyrir réttlæti í heiminum. Og höfuðsmaður hópsins, sjálfur
Martin Beck, hefur til að bera allan sama næmleika og skarpskyggni á eðli
hins illa í mannlegu lífi, mannlegu félagi og auðkennir til dæmis Maigret og
Smiley og að vísu líka bæði Poirot og Sherlock Holmes. Þvílíkt innsæi, náið
háð sjálfri starfshæfninni, er í sögulokin orðið sameiginlegt lögregluhópn-
um í heild. Af því ræðst að endingu manngildi þeirra, þau lífsgildi sem þeir
standa fyrir í sögunni, sérstök siðgæðisvitund sem greinir þá frá og hefur
uppyfir annað fólk.
I þessu samhengi aldarfarslýsingar og persónugerðar fá hinar hugvitsam-
legu atburðarásir og sögulausnir sakamálanna sjálfra sína endanlegu merk-
ingu. í Löggan sem hló reyndist sakamaðurinn dæmi manngerðar sem við
lesendur mætavel þekkjum og kunnum að jafnaði vel að meta. Ekki nóg
með það. Aldrei hefði komið til morðanna í strætisvagninum, en lögreglan
haft í tíma uppi á morðingjanum, ef Áki Stenström lögreglumaður hefði
ekki aðhyllst hina sömu einstaklingshyggju, samskonar einkaframtak á
sínum starfsvettvangi eins og Björn Forsberg forstjóri á sínum. Allur
587